Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 53

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 53
Árni Einarsson: Krabbadýr frá hlýskeiði ísaldar Vatnaflær (Cladocera) eru örsmáir vatnakrabbar, sem eru algengir í nær öllum vötnum og tjörnum heims. Hér á landi eru þekktar 27 tegundir þessara dýra. Flestar tegundir eru um 0,3 til 1,5 mm á lengd. Vatnaflærnar eru hálf- gagnsæjar og þunnvaxnar. Likami þeirra er umluktur skildi úr gagnsæju kítíni, og myndar hann kjöl á bakinu. Sérstakur skjöldur er yfir höfðinu. Afturhluti líkamans, þ. e. a. s. aftur- bolurinn, er vanalega sveigður niður og fram á við. Endar hann oftast i kambi með broddum og klóm á endanum, og minnir hann nokkuð á fót. Hinir eigin- legu fætur eru hins vegar neðan á fram- bolnum og eru spaðalaga, oftast 4 til 6 pör. Fæturnir eru umluktir skildinum. Þeir eru stöðugt á hreyfingu og fram- kalla vatnsstraum til fæðuöflunar og öndunar milli skjaldarrandanna. Aftur- bolurinn er notaður til viðspyrnu, og getur dýrið slegið honum út á milli skjaldarrandanna til að færa sig úr stað á föstu undirlagi. Á höfðinu eru tvö pör af fálmurum. Aftari fálmararnir eru oft mjög stórir og áberandi, einkum meðal svifdýra, enda notaðir sem sundfæri. Margar tegundir vatnaflóa eru botndýr, og hafa þær flestar stutta fálmara. Flestar vatnaflóategundir hafa dálítið holrúm undir skildinum aftanverðum þar sem þær geyma eggin. Á sumrin myndast mikið af svokölluðum sumar- eggjum. Þau klekjast án frjóvgunar, og verða til ótal kynslóðir kvendýra við meyfæðingar á surnrin. Á haustin koma fram karldýr, og verða þá til frjóvguð egg, sem umlykjast dökku hýði, sem nefnist söðulhýði (ephippium). I söðul- hýðinu liggja þessi egg yfir veturinn og þola bæði þurrk og frost og geta borist langar leiðir. Vatnaflóm er skipt í nokkrar ættir, og eru þessar helstar: Glerflóarætt (Sididae), ranaflóarætt (Bosminidae), halaflóarætt (Daphnidae), kúluflóarætt (Chydoridae) og broddflóarætt (Macrothricidae). Ranaflær og halaflær eru svifdýr, en í hinum ættunum þrem- ur eru eingöngu botndýr. Svifdýrin eru sífellt á sundi og lifa á smásæjum svif- þörungum og gerlum, sem þau sía úr vatninu. Botndýrin lifa sum í botnleðj- Náttúrufræðingurinn, 51 (1—2), bls. 47 53, 1981 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.