Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 57

Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 57
ÁLYKTANIR Vatnaflærnar I surtarbrandinum eru allar vel kunnar hér á landi nú. Kúlufló og hjálmfló eru mjög algengar um allt land, bæði í vötnum og tjörnum (Poulsen 1924, 1939). Þær eru ekki vandlátar á tjarnir, en eru þó jafnan í meira magni í gróðurríkum tjörnum og vötnum en þar sem strendur eru berar og lítið um botngróður (Poulsen 1924). Alona guttata er mun fátíðari hér á landi en áðurnefndar tegundir (Poulsen 1924, 1939, Hákon Aðalsteinsson 1978), en hún er, eins og þær, lítt vandlát í bú- staðavali. Sama máli gegnir um Alona affims (Poulsen 1924, 1939). Áður- greindar tegundir eru útbreiddar um nær allan heim og finnast meðal annars norður á freðmýrum Síberíu og Kanada (FlöRner 1972). Kornátan (E. lamellatus) er algeng í N-Ameríku, Evrópu og Asíu. Aðalút- breiðslán liggur milli 30° og 65° Nbr. Island er því á norðurmörkum út- breiðslunnar (Frey 1971). Hér á landi verður ekki séð, að útbreiðsla kornát- unnar fari eftir hitastigi, heldur miklu fremur eftir gróðri í vötnum (Poulsen 1924, 1939). Kornátan er sérlega algeng, þar sem bolngróður er mikill og þéttur. Kornátan lifir norður eftir allri Skandinavíu, en hún er ófundin á Grænlandi (Flöfiner 1972). Granflóin (G. lestudinaria) hefur alheimsútbreiðslu, en vantar þó á hánorrænum slóðum. Granflóin er kunn frá Grænlandi, en er sjaldgæf þar (FlöBner 1972). Hérálandi er hún allalgeng á láglendi en sjald- gæfari á hálendinu (Poulsen 1939). Flestar vatnaflóategundir á Islandi, þ. á m. í Elliðavogslögunum geta kallast alheimstegundir. Hin mikla útbreiðsla þeirra á rætur að rekja til þess, hve þolnar þær eru og lítt vandlátar á gæði tjarna og vatna. Þessar tegundir eru nær hinar einu, er þola norræn skilyrði. Þar sem loftslag er mildara t. d. á Bret- landseyjum og í Skandinavíu bætast aðrar tegundir í hópinn og verða oft mjög algengar. Hlutur alheimstegund- anna minnkar því verulega í hlýjum löndum. Aðeins á norrænum slóðum, t. d. á íslandi og N-Skandinavíu, fæst því tegundasamsetning þar sem al- heimstegundir eru ríkjandi (Poulsen 1939, Ekman 1904, Goulden 1964). Skortur á suðrænum tegundum, gefur því til kynna, að loftslag á myndunar- tíma surtarbrandsins hafi ekki verið mikið hlýrra en nú er hér á landi. Tilvist tegunda á borð við granfló og kornátu, sem eru hér nálægt norðurmörkum út- breiðslu sinnar, gefur til kynna, að loftslagið hafi ekki heldur verið til muna kaldara en nú er. Hér er þörf á að reka tvo varnagla. Hinn fyrri er, að vegna einangrunar landsins er hugsanlegt, að hér finnist færri tegundir en lífsskilyrði eru fyrir. Þetta er joó ekki líklegt, þvi að dvalegg vatnaflónna þola vel þurrk og berast auðveldlega um, sennilega mest með vindi og fuglum. Meyfæðingarnar gera það að verkum, að aðeins eitt egg þarf til að koma stofni á laggirnar. Síðari varnaglinn er, að surtarbrand- urinn er ekki venjulegt vatnaset, heldur virðist hann myndaður i blautum mýr- arflóa. Ekki er líklegt, að flóar séu uppáhaldsbúsvæði vatnaflóa. Eins og áður sagði, eru alheimsborgararnir þekktir að því að gera sér litla rellu út af búsvæðavali, og kann þetta að gefa vatnaflóasamfélagi surtarbrandsins ivið kaldranalegri blæ en ella. 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.