Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 3
Arne Noe-Nygaard
Dansk-íslenskar
náttúrurannsóknir á Islandi
á milli 1920 og 1940
Steindór Steindórsson frá Hlöðum
þýddi
INNGANGUR
Ekki er nema hálf öld liðin, síðan
telja mátti á fingrum annarrar handar
þá íslendinga, sem fengust við jarð-
fræðirannsóknir. I dag er tala þeirra
nokkuð á öðru hundraði og við þeim
blasir framtíðin.
Tildrögin til þess, að ég hefi gert þá
samantekt, sem hér fer á eftir, má
rekja til vorsins 1986, er ég hitti rninn
gamla vin og námsfélaga Steindór
Steindórsson, fyrrverandi skólameist-
ara á Akureyri. Hann skoraði á mig
að skrifa yfirlit um tiltekinn þátt í
rannsóknasögu Islands á tímabilinu
frá andláti dr. Þorvalds Thoroddsens
1921 og fram að síðari heimsstyrjöld,
þar sem ég væri einn á lífi þeirra
manna, sem tengdir hefðu verið þeim
rannsóknum. Þar eð dr. Sigurður heit-
inn Þórarinsson hafði einnig fyrir
nokkrum árum hvatt mig til hins
sama, hét ég því að gera tilraun þá,
sem hér liggur fyrir.
Greininni fylgir skrá yfir flestar þær
ritsmíðar, sem leiddi af leiðangrunum
og nokkur önnur rit, sem frásögninni
tengjast. í ritaskrána gæti vantað ein-
hver smáskrif, en öll meginritverkin
eru þar. Eg vitna ekki beint í þessar
greinar í frásögninni, enda er hún
ekki eiginleg vísindaritgerð heldur
frásögn af rannsóknum. Einnig eru
gefnar upp helstu minningagreinar um
þátttakendur í leiðangrunum. Þar má
finna ítarlegri upplýsingar um menn-
ina og verk þeirra. Sumum þeirra
fylgja ritverkaskrár þeirra.
Enda þótt mörg þau viðfangsefni í
jarðfræði íslands, sem mest sóttu á
hugi manna á fyrri helmingi aldarinn-
ar, séu ekki jafn aðkallandi og knýj-
andi nú og þá var, mörkuðu þau engu
að síður spor í viðleitni okkar til að
skapa þá mynd, sem við nú höfum af
jarðsögulegri þróun og byggingu
landsins. Og þeir menn, sem þá unnu
af kappi að lausn verkefnanna, voru
tvímælalaust knúðir áfram af sama
kappi og hvötum, sem enn ráða rann-
sóknahneigð og þekkingarþrá nýrrar
kynslóðar. Það skal þegar tekið fram,
að umrætt tímabil einkennist af náinni
samvinnu Dana og íslendinga, sem
reyndist bæði jákvæð og frjó, og ég
hefi ætíð metið mikils. Einn maður,
Náttúrufræðingurinn 58 (3). bls. 121-144, 1988.
121