Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 4
dr. Niels Nielsen, var driffjöðrin í þessari samvinnu, en inngangur þess- ara rannsókna voru tvær könnunar- ferðir jarðfræðingsins Th. Bjerring Pedersens, en síðan taka við hinir fjórir dansk-íslensku leiðangrar undir forystu og leiðangursstjórn dr. Niels Nielsens. Hér er við hæfi, að ég geri grein fyr- ir hversu ég tengist jarðfræðirann- sóknum íslands og íslenskum náttúru- fræðingum á þessu tímabili. Þegar ég hóf nám í jarðfræði við Háskólann í Kaupmannahöfn 1927, stunduðu þrír íslendingar nám við Háskólann: Arni Friðriksson (dýrafræði), Jóhannes Áskelsson (jarðfræði) og Steindór Steindórsson (grasafræði), en Pálmi Hannesson hafði lokið meistaraprófi í dýrafræði árið áður. Þegar á fyrsta háskólaári mínu fékk ég fyrstu kynnin af jarðfræði íslands. Það var á fundi í jarðfræðifélaginu danska (Dansk Geologisk Forening). Þar gerði dr. Niels Nielsen grein fyrir því helsta, sem kannað hafði verið í öðrum dansk-íslenska leiðangrinum. í þriðja leiðangrinum tók vinur minn, jarðfræðingurinn Keld Milthers þátt, og sjálfur var ég með í hinum fjórða og síðasta. Efnisföng að þessari ritgerð eru nokkuð sundurleit, og ber hún þess merki. Öll mín vitneskja um ferðir Th. Bjerring Pedersens og tvo fyrri leiðangra Niels Nielsens er fengin úr ósamstæðum ritgerðum, sem prentað- ar eru á víð og dreif. Hefi ég leitast við í umfjöllun minni að gefa þeim líkt svipmót. Tveir síðari leiðangrar Niels Nielsens, stefndu að sama marki, þ.e. könnun eldstöðvanna í Grímsvötnum. Ferðirnar voru báðar farnar á sama árstíma, aprO-maí, farartæki og bún- aður að mestu hinn sami, og verða lýsingarnar því sviplíkar. Dr. Nielsen lýsir fyrri leiðangrinum rækilega í bók sinni „Vatnajökull" sem út kom í ís- lenskri þýðingu Pálma Hannessonar, og er frásögn mín raunar stuttur út- dráttur úr henni. Frásögnin um fjórða leiðangurinn er unnin upp úr dagbók minni frá leiðangrinum 1936. Frásögn- inni af báðum þessum leiðöngrum er það sameiginlegt, að hin rysjótta veðr- átta er leiðangrarnir lentu í, tekur þar mikið rúm, ef til vill um of. En hver sá, sem hyggst leggja leið sína upp á Vatnajökul á þessum árstíma, fær við lestur frásagnanna nokkra hugmynd um, hvers hann má vænta af veður- guðunum, og hvernig var að berjast þar við óblíð veðrakjör áður en nú- tíma ferðatækni kom til sögunnar. Hinar fáorðu dagbókargreinar mín- ar um tímann, sem við unnum í byggðum eftir jökulferðina gefa þeim, sem skyldu vilja fylgjast með ferðalagi okkar til kynna, hvar við fórum og hve lengi við dvöldumst á hverjum stað, og hvaðan fengin eru bergsýni þau sem við söfnuðum og geymd eru í Jarðfræðisafninu (Geologisk Mu- seum) í Kaupmannahöfn. Eg hefi rak- ið ferðirnar í þeirri tímaröð, sem þær voru farnar. FYRRI ÍSLANDSFERÐ THORKIL BJERRING PEDERSENS, 1922. Thorkil Bjerring Pedersen, síðar mag- ister í jarðfræði, var enn við háskóla- nám, er hann fór fyrri ferð sína til ís- lands. Hann hóf nám við Verkfræði- háskólann (Polyteknisk Læreanstalt) í Kaupmannahöfn, en eftir að hafa fundið merkilegt steingervingalag við Engesvang á Jótlandi í sumarleyfi sínu, hvarf hann frá verkfræðináminu og tók að lesa náttúrufræði við Há- skólann og hafði þar jarðfræði að sér- grein. Á námsárum sínum hlaut hann heiðurspening Háskólans úr gulli fyrir ritgerð um Rastrita-flögubergið á Borgundarhólmi. Árið 1922 fékk hann 122

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.