Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 8
5. mynd. Sigurður Thoroddsen, Niels Nielsen og Pálmi Hannesson. Myndin er tekin í fyrsta leiðangri Nielsens, 1924. Líklega eru þeir nýstignir af baki, allir með svipu í hönd. Sigurður Thoroddsen, Niels Nielsen and Pálmi Hannesson during Nielsen’s first expedi- tion to Iceland. (ljósm. photo. ?) þeir þar tvennar áður ókunnar eld- stöðvar, sem þeim þóttu vera jarð- fræðilega „mjög áhugaverðar“. Legu þeirra er þó því miður ekki lýst nánar. (Hér mun átt við Sólkötlu og Illa- hraun, einnig fundu þeir áður óþekkt sprengigígasvæði). 3) . Gert var kort af eldstöðvunum, sem Illahraun er runnið frá ásamt hrauninu sunnan og vestan undir Hofsjökli og var því lýst. Að vísu höfðu sunnlenskir gangnamenn þekkt hraunið, en engin vísindaleg könnun eða lýsing hafði verið gerð af því. Þá var könnuð dyngja, sem myndast hefir eftir ísöld í jaðri Langjökuls. 4) . Rannsókn á jöklum. Langjökli við Hvítárvatn var rækilega lýst m.a. hversu skriðjöklarnir ganga fram í vatnið og þeir brotna. Þá var suður- jaðar Hofsjökuls kannaður eftir föng- um en hann var lítt kannaður áður, var uppdráttur gerður af honum. Þá voru ýmsar athuganir gerðar á jökul- röndinni, myndun jökulgarða, sveiflur í framskriði jökulsins og afrennsli hans. 5). Ýmsar athuganir og rannsóknir á Suðurlandi, þar sem leið þeirra lá um. Hvarvetna var landmótuninni skipt upp í þróunarstig, einkum þó í Hrafnabjörgum, Botnssúlum, Ár- mannsfelli og Hlöðufelli, auk fjall- anna sunnan undir Hofsjökli. Helstu niðurstöður rannsóknanna eru þessar í stuttu máli: Flest hinna könnuðu fjalla teljast rishryggir (horst) og hafa orðið til eftir ísöld, en nokkrir þó á hlýskeiðum milli jökul- skeiða. Gerð var tilraun til að aldurs- 126

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.