Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 15

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 15
Grímsvatnagosinu 1934, eins og vænta mátti og maklegt var. Vitanlega gerir hann þar aðallega grein fyrir því, sem fyrir augun bar í fyrri ferð hans til eld- stöðvanna í góðu veðri og björtu. Síðar lýsti Arne Noe-Nygaard gos- efnunum í tveimur ritgerðum 1936 og 1951. Tom Barth lýsti þeim einnig í Norsk Geol. Tidsskr. Af danskri hálfu var ekkert vísindalegt yfirlit skrifað um gosið nema stutt greinargerð dr. Nielsens (1934). Magister Keld Mil- thers afhenti dr. Nielsen handrit að ritgerð um jökulhlaupið 1934, og var það prentað 1936. Nielsen samdi einn- ig alþýðlegt rit um gosið, „Vatnajök- ull. Kampen mellem Ild og Is“, sem Pálmi Hannesson þýddi á íslensku. FJÓRÐI DANSK-ÍSLENSKI LEIÐ AN GURINN, 1936. Rannsóknasvæði þessa leiðangurs var Vatnajökull og Suðausturland austan frá Öræfum og vestur til Eyjafjalla. Frá Danmörku komu þátttakendurnir dr. Niels Nielsen, sem var leiðangurs- stjórinn, og magister Arne Noe-Ny- gaard, síðar prófessor. Af íslands hálfu voru Jóhannes Áskelsson jarð- fræðingur með í Vatnajökulsferðinni og Pálmi Hannesson rektor í byggð- inni frá Fljótshverfi til Eyjafjalla. Carlsbergsjóðurinn kostaði leiðangur- inn. Starfsáætlun dr. Niels Nielsens var á þessa leið: Það hefir löngum verið óskadraumur eldfjallafræðinga að geta gert sér nokkurnveginn full- komna hugmynd um það orkumagn, sem losnar við eldgos, og þá ekki síst í fyrstu goshrinunni. Æ ofan í æ verða menn vitni að því, að gosstrókur þeyt- ist snögglega upp í 20-30 km hæð. Gjóskumagnið, sem hann hellir úr sér á örfáum klukkustundum getur verið hálfur til heill rúmkílómetri. Gríms- vatnagosið var að dómi hans hugsan- 9. mynd. Arne Noe-Nygaard (1908-) stundaði nám við Kaupmannahafnarhá- skóla árin 1927-1933 í náttúrufræðum með jarðfræði sem aðalgrein og lauk þar mag- istersprófi og síðar doktorsprófi árið 1937. Hann var prófessor í jarðfræði við Kaup- mannahafnarháskóla frá 1942 þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann hef- ur komið margoft til íslands og alla tíð fylgst vandlega með framförum í jarðfræði íslands og sat í mörg ár í stjórn Norrænu eldfjallastöðvarinnar, sem hér starfar. Hann hefur skrifað mikið um jarðfræði ís- lands, Færeyja og Grænlands. Dr. Arne Noe-Nygaard, professor emeritus of geo- logy at the University og Copenhagen, is the author of this article. He has been an Iceland enthusiast ever since he participa- ted in the 1936 expedition. (ljósm. photo. Niels Nielsen) legt tækifæri til þess að fá svör við spurningum, er að þessu lúta. í umræddu gosi hafði heppnast að reikna með nokkurri nákvæmni vatns- magnið í jökulhlaupinu, sem því fylgdi. Ef auk þessa væri unnt að meta ísmagnið, sem bráðnaði meðan gosið stóð yfir, mætti á grundvelli ísvarma- 133

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.