Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 16
mælinga fara nærri um orkumagn gossins. Forsenda þess, að reiknings- dæmið gengi upp var að gosið brytist upp gegnum samfelldan, þéttan jökul- ís. En það var þá öllum ókunnugt að í hinni nálægt 50 km2 stóru Gríms- vatnaöskju er jarðhitasvæði, sem heldur við stöðuvatni undir jöklinum, og því varð dæmið óleysanlegt eins og það hafði verið sett upp. Það er naumast hægt að ásaka nokkurn fyrir það, að rannsóknir á staðnum leiddu annað í ljós en það, sem menn höfðu fyrirfram og að óreyndu haldið. Þvert á móti þá er slíkt eðlilegur gangur í framförum náttúrufræðanna. Þá var einnig ætlunin 1936 að bora eða grafa gegnum tveggja ára snjólag niður að öskulaginu frá Grímsvatna- gosinu 1934, sem lagst hafði yfir mest- allan vesturhluta Vatnajökuls, til þess að komast að raun um, hversu þykkt hjarnlagið á jöklinum væri eftir þessi tvö ár. Verksvið mitt var að vera bergfræð- ingur leiðangursins. Ég hafði þá á undanförnum árum fengið allmörg tækifæri til að koma til íslands á Grænlandsferðum mínum fram og aft- ur, og hafði þannig séð dálítið af land- inu. En slíkar skyndiheimsóknir voru harla ólíkar því, að taka að sér berg- fræðirannsóknir heils leiðangurs eins og leiðangursstjórinn ætlaðist til. Ég þekkti að vísu flest það, sem skrifað hafði verið um bergfræði íslands, en ég hafði ekki rannsakað bergsýni það- an. Mér tókst að afla vitneskju um, að bergsýni þau, er G.S. Mackenzie safn- aði í hinum mikla íslandsleiðangri sín- um 1810 voru geymd í Hunteriansafn- inu í Glasgow, og að þeir M.A. Peacock og G.W. Tyrrell höfðu ný- lega unnið úr þeim (1928). Ég brá mér því til Glasgow og dvaldist þar nokkrar vikur, til að kanna þetta safn og skoða þunnsneið- ar af bergsýnum þess í smásjá, og lesa lýsingar af þeim. Þannig tókst mér að kynnast nánar ýmsum þeim bergteg- undum, sem verða myndu á vegi mín- um, áður en leiðangurinn væri ferð- búinn. Við Niels Nielsen mættumst í Leith og urðum samferða þaðan til íslands með Drottningunni. Við urðum dús fyrsta kvöldið á skipinu, og hér eftir mun ég í frásögn minni oftast nefna hann Nilaus (framb. Nílás), eins og góðvinir hans nefndu hann oftast allt frá háskólaárum hans í Kaupmanna- höfn. Við fórum frá Reykjavík 18. apríl. Pálmi Hannesson kvaddi okkur og óskaði okkur fararheilla. Við vorum á tveimur vörubílum og náðum um kvöldið að Vík í Mýrdal, þar sem við gistum hjá Sigurjóni Kjartanssyni kaupfélagsstjóra. Við lögðum af stað kl. 8 morguninn eftir. Við áttum í nokkrum erfiðleik- um með að komast yfir brúna á Hólmsá. Þegar í Skaftártungu kom var vegurinn eitt forarsvað, svo að bíl- arnir komust ekki lengra. Þá varð það eitt til ráða að fá hestvagna til að flytja farangur okkar áleiðis. Var hon- um hlaðið á 12 vagna en tvo klyfja- hesta þurfti að auki. Til þessa alls nut- um við hjálpar fólksins í Hrífunesi og nágranna þess. Klukkan var 10 að kvöldi þegar við náðum yfir Tunguna, en þar biðu okkar tveir vörubílar, sem þeir óku Bjarni Runólfsson í Hólmi og Siggeir Lárusson á Kirkjubæjar- klaustri. Næsta morgun var ferðinni haldið áfram. Þíðviðri var svo að um hádeg- isbil var lagið ofan á klakanum orðið að leðju, og færðin því svo þung, að við urðum að létta á bílunum og sel- flytja allt góssið í tveimur ferðum. Um kvöldið náðum við að Kálfafelli, þar 134
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.