Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 21
um sýni úr þremur móbergsskerjum á leiðinni. Tvo næstu daga 11. og 12. júní vor- um við enn veðurtepptir í slydduhríð, rigningu og þoku. Við héldum því áfram umræðunni um uppruna mó- bergsins, þar sem ekki varð farið út úr tjaldi. Aðfaranótt hins 13. júní snjóaði mikið, en um morguninn var kyrrt veður og þoka. Jón fór niður að Kálfafelli, en við Nilaus héldum aftur til fjalla. Ég skoðaði Hágöngur og fann þar lag af bólstrabergi ofan á set- lagi jökulmegin í fjallinu, en landmeg- in var frauðkennd gjóska, sem safnast hafði undir beru lofti. Við héldum móbergsumræðunni áfram um kvöld- ið. Það virtist ljóst, að jökullinn hefði legið líkt og nú, þegar seinast gaus í Hágöngum. Allan daginn hinn 14. var ég að skoða Hágöngur og Eldgíg sem er fyr- ir austan þær. Nú leið að lokum jökulferðarinnar. Framan af degi 15. júní gengum við frá söfnum okkar til flutnings og byrj- uðum að þurrka af okkur flíkurnar. Klukkan hálf fimm síðdegis var komið með 10 hesta til að sækja okkur. Við vorum alla nóttina á ferðinni og náð- um að Kálfafelli kl. 6 að morgni hins 16. Seinna um daginn hringdi Jón Ey- þórsson í Nilaus frá Kálfafellsstað. Hann var í Ahlmanns-leiðangrinum, sem var að rannsóknum á austanverð- um Vatnajökli, er við fórum til Grímsvatna. (Þeim leiðangri er lýst í bók Ahlmanns: „Pá skidor och till hást i Vatnajökulls rike“, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu). Hinn 17. júní gengum við endanlega frá farangri okkar til flutnings og fór- um að því loknu í kvöldgöngu um Kálfafellsland í gróðrarskúr og blæja- logni. Næstu tvo daga unnum við enn að frágangi á dóti okkar, röðuðum dagbókum, kortum og ljósmyndadóti og reyrðum síðan aftur kassana, sem geymdu grjótsýni okkar. Útvarpið skýrði frá því að Kristján X. konungur hefði komið til landsins hinn 18. júní. Hinn 20. töluðust Nilaus og Pálmi við í síma, en ég tók nokkur sýni úr jökulbergi austan við bæinn. Að morgni hins 21. kom Jón á Seljalandi með tvo reiðhesta handa okkur Nilausi, og síðan riðum við í heimsóknir á alla bæi í sveitinni nema þrjá, á einum þeirra var nýlátinn mað- ur, en mislingar gengu á hinum tveim- ur. Alls staðar fengum við frábærar viðtökur, og á hverjum bæ hlutum við að þiggja góðgerðir, sem að lokum varð fullmikil áraun fyrir maga okkar. Daginn eftir klipptum við Nilaus hvorn annan og sviftum af okkur skegginu. Hinn 23. júní héldum við austur á bóginn í dásemdarveðri. Stefán á Kálfafelli fylgdi okkur yfir Skeiðarár- sand og Skeiðará að Skaftafelli, þar sem við gistum hjá Oddi Magnússyni bónda í Bölta. Níu klukkustunda ferðamannaskokk hafði gert okkur harla eymslaða í bakhlutanum, en gott var þá að hátta í reglulegt rúm með hreinum sængurfötum. Ég reið hinn 24. júní inn í Morsár- dal og í Bæjarstaðarskóg. Það var stórkostlegt að koma þar í 26 stiga hita. Síðan gekk ég á Rauðhella, en þar er fornt, rauðleitt jökulberg. Eftir það reið ég inn Morsárdalinn. Um kvöldið komu þeir Jón Eyþórs- son og Ahlmann austan frá Fagurhóls- mýri, og klukkustundu seinna komu konur þeirra ásamt fylgdarmanni vest- an frá Núpsstað. Oddur í Skaftafelli sótti þær út yfir Skeiðará. Næsta dag, hinn 25. júní, riðum við Nilaus til Svínafells. Ég mældi upp jarðlögin fyrir ofan bæinn, en um kvöldið snerum við aftur til Skafta- 139

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.