Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 23
saman eftir aö gljúfrið varð til, svo að ekkert sér til þess að utan. Við héldum áfram vestur á bóginn daginn eftir ásamt Pálma og komum að kvöldi að Vík í Mýrdal. Við stað- næmdumst um hríð á Mýrdalssandi, til að líta á farveg Kötluhlaupsins 1918. Stórgrýtisbjörg, sem liggja á víð og dreif á sandinum, vitna um eldri jökulhlaup. Næstu tvo daga héldum við kyrru fyrir í Vík og skoðuðum þaðan Lambaheiði, umhverfi Höfðabrekku og suðurhlíð Höfðabrekkufjalls. Og loks gengum við frá farangri okkar til flutnings í síðasta sinn í allri ferðinni. Við fórum frá Vík 14. júlí, vorum síðan tvo daga um kyrrt í Reykjavík, en brugðum okkur þó seinni daginn upp í Esju ásamt dr. Helga Péturss. Aftur var lagt af stað 17. júlí, en þá ók Pálmi Hannesson okkur á skóla- bflnum „Grána" austur að Seljalandi undir Eyjafjöllum, en komið var við í Rauðhólum og Reykjakoti í Hvera- gerði. í Eyjafjallasveitinni skoðuðum við einkum umhverfið hjá Skógafossi og Hvammi, og síðast endann á hamra- þilinu norðan við Seljalandsfoss, en fórum að kvöldi hins 19. vestur að Þjórsá og upp með henni að Asólfs- stöðum í Þjórsárdal. Þar höfðum við tveggja daga viðdvöl. Fyrra kvöldið urðum við vitni að hroðalegum sand- byl innan úr Þjórsárdalnum. Síðari daginn fór ég fyrst vestur að Gauks- höfða, sem er móbergshaus með dreifðum basaltbólstrum. Þá fórum við einnig seinni hluta dags inn í Gjá. Ég klifraði svo hátt, að ég fengi yfir- sýn um dalinn. Allt yfirborð hans er þakið vikri, bæði basalt- og líparít- vikri. Auðsætt er, að öll fíngerðasta mylsnan úr gjóskunni er fokin brott. Við héldum aftur til Reykjavíkur 22. júlí. í leiðinni gekk ég upp í Silfur- 11. mynd. Helgi Pjeturss, jarðfræðingur og Niels Nielsen virða fyrir sér útsýnið ofan af Úlfarsfelli í lok leiðangursins 1936. í baksýn eru Mosfell og Esja. The geologists Helgi Pjeturss artd Niels Nielsen scan the view from Úlfarsfell in 1936. (ljósm. photo. Arne Noe-Nygaard) bergið í Ingólfsfjalli. Við höfðum all- langa viðdvöl í Hveragerði, þar sem ég tók mikið af myndum af hverum, bæði gjósandi og í ró. Myndir þessar voru síðar birtar í riti Tom Barths, „Volcanic Geology, Hot springs and Geysers of Iceland“ (1950). LOKAORÐ Heklugosið 1947-1948 var ævintýrið mikla í hugum margra okkar. Þá hitt- umst við í síðasta sinn, Pálmi, Stein- þór, Nilaus og ég úti á sjálfum vett- vangi atburðanna. Eftiróm þess ævin- týris er að finna í skrifum Pálma (1947), Nielsens (1948) og Noe-Ny- gaards (1979). Sérstöku tímabili var hér með lokið. Ný kynslóð jarð- fræðinga var tekin til starfa á íslandi og þeir unnu af kappi. Árangurinn af Heklurannsóknunum þeirra birtust í ritsafninu „The Eruption of Hekla 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.