Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 30
2. mynd. Útbreiðsla beggja deilitegunda ljósalyngs á norðlægum slóðum. Útbreiðslan er teiknuð eftir útbreiðslukorti Hultén (1970) og íslenska fundarstaðnum bætt við. The circumpolar distribution of both subspecies of bog rosemary, drawn after Hultén (1970) with the addition of the Icelandic occurrence at Brúnavík. mörk þess á Hardangervidda eru í 1250 m hæð yfir sjó, í Norður-Noregi við 750 m hæð. Með því að ljósalyng hefur nú fund- ist hér á landi er útbreiðsla þess á svæðum umhverfis norðurheimsskaut orðin nokkuð samfelld, sbr. meðfylgj- andi uppdrátt. Til að fá sem bestar upplýsingar um útbreiðslu tegunda í strjálbýlu landi skiptir miklu að sem flestir hafi augun hjá sér. Frá alþýðu manna hefur fyrr og síðar fengist mikilvæg vitneskja um fágætar tegundir. Ljósalyngið er nýj- asta dæmið í þeim efnum. Páll í Hvannstóði (3. mynd) náði því hins vegar ekki að horfa eftir því víðar á heimaslóðum. Hann lést 20. október 1986, aðeins hálfu ári eftir að við lögðum leið okkar saman til Brúna- víkur. Hann hafði þá auðgað þekk- ingu okkar á flóru íslands, þótt sjálfur hyrfi hann af vettvangi í blóma lífsins. 148

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.