Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 34

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 34
Voru þær báöar í Norræna húsinu, sú fyrri í júlí 1985 og sú síðari í júlí-ágúst 1988. Þá hefur félagið hafið útgáfu á tímariti, sem heitir Steinn. Fyrsta hefti fyrsta árgangs kom út í sambandi við síðari sýninguna. Það er í A4 broti, 23 bls., prýtt fjölda mynda, bæði í lit og svart-hvítu og inniheldur 7 stuttar greinar og einfaldan grein- ingarlykil fyrir steina og steindir. Rit- ið mun a.m.k. fyrst um sinn koma út óreglulega, eftir því sem efni og tilefni gefast. Það hefur ekki verið selt í lausasölu í bókaverslunum eða fengið ákveðið dreyfingarmynstur ennþá, en panta má áskrift í gegn um áður nefnt pósthólf. Náttúrfræðingurinn fagnar hinum unga félaga sínum og óskar honum farsældar. Vonandi er að hann eigi í framtíðinni eftir að flytja áhugasöm- um landsmönnum fréttir af þeim þús- undum steinda, sem á jörðinni hafa fundist og eru enn að finnast. Steinafræði kallast á erlendum mál- um mineralogia og annað í þeim dúr, eftir því hvert tungumálið er. Orðið er myndað af orðhlutunum logia sem er grískrar ættar og mineral. Logía er al- gengt viðskeyti í heitum fræðigreina og þýðir þá nánast vitneskju- eða þekkingarkerfi. Mineral er skylt orð- myndunum minera og mine, sem merkja náma. Mineral er því það efni sem unnið er úr námum. í nafni fræði- greinarinnar hefur það þó mun þrengri merkingu og á aðeins við steina, sem hafa ákveðna kristalla- fræðilega skilgreinda byggingu og ákveðna efnafræðilega skilgreinda samsetningu eða samsetningarspönn- un. íslenska orðið yfir þannig stein er nýyrðið steind myndað af Trausta Einarssyni og sett á prent árið 1972 í bók hans Eðlisþættir jarðarinnar og jarðsaga íslands. Hann sagði að líta mætti á orðið sem styttingu úr stein- eind eða stein-eining og þannig skilið kæmist það nálægt merkingu orðsins mineral. I raun ætti því að tala um steindafræði til þess að halda sam- ræminu, en svo er þó sjaldnast gert. Steindafræðin fæst sem sagt ekki við hvaða brot af bergi sem finna má laust á jörðinni, eins og hin gamla merking í íslenska orðinu steinn gæti gefið til kynna, heldur eingöngu hreinar steindir. Komi fleiri en ein steind fyrir í sama steininum þá kallast það berg. Um það fjallar fræðigreinin bergfræði, sem á erlendum málum kallast petro- logia. Þetta orð er myndað eins og hitt orðið, nema fyrri hlutinn er dreg- inn af orðinu petra, sem á grísku merkir klettur eða bjarg. Steinafræði hefur ekki notið sérlega mikilla vinsælda undanfarna áratugi. Hún er gamalgróin fræðigrein og því töldu ýmsir hana ekki vera sérlega frjóa grein til rannsókna og umhugs- unar. Bergfræðin hefur verið mun vin- sælli á þessum tíma. Nú undanfarið hefur hinsvegar verið að koma fram tækni og ýmiskonar tæki, sem gera mögulegar rannsóknir á steindum, sem ekki var áður hægt að fram- kvæma og eins og við mátti búast kom þá í ljós að gamla steinafræðin var alls ekki þurrausin fræðigrein, heldur búa steindir yfir áður óþekktum eiginleik- um og gerð, sem engan óraði fyrir. Nýtt blóð er því hlaupið í steinafræð- ina og hennar síðasta útspil er fram- undan en ekki að baki. 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.