Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 38
leirunni. (Jón Benjamínsson og Sig- mundur Einarsson 1982). 10 Innsta-Langey á Breiðafirði. Á vestanverðum ytri enda Innstu-Lang- eyjar við Þorkelseyjarsund gegnt Þorkelseyjarkletti er laug sem kemur ekki úr sjó nema á mestu stórstraums- fjörum. I henni mældi Aðalsteinn Að- alsteinsson frá Hvallátrum (bréfl. uppl. 1988) 61°C hita árið 1959. 11 Diskæðarsker á Breiðafírði. Sam- kvæmt Elínu Pálmadóttur (1964) töldu menn sem könnuðu þaramið í Breiðafirði að volgru væri að finna í skerinu. Jóhannes Briem (munnl. uppl. 1988) sem var einn þessara manna segir að 20-30°C heitt vatn vætli úr sprungu sem liggur um skerið og minnir hann að það hafi mælst heitast 34°C. 12 Reykey á Breiðafirði. í Reykey er 41°C laug ofarlega í fjörunni suð- austast á eynni. Rennsli er mjög lítið en útfelling mikil. Aðalsteinn Aðal- steinsson frá Hvallátrum (munnl. uppl. 1988) telur þessa laug standa efst af laugunum í Breiðafjarðareyjum og álítur að stórstreymt þurfi að vera til þess að flæði upp í hana. Skammt fyrir norðan Reykey er sker sem í er sagður jarðhiti en það kemur einungis upp úr á stórstraumsfjöru. Hitastig og rennsli óþekkt. Urðhólmur er skammt suður af Reykey. Sunnan og vestanvert í hon- um er jarðhiti sem kemur úr sjó stutta stund á háfjöru. Þar mælist 64-88°C hiti og giskað hefur verið á heitavatns- rennsli allt að 3 1/s. (Gunnar Böðvars- son 1953, Jón Sólmundsson 1959 og 1960, Jón Jónsson 1959). 13 Sandey á Breiðafirði. í skerjum suðvestast í eynni eru nokkrar smá laugar og er sú heitasta 64°C með 0,1- 0,2 1/s rennsli (Jón Sólmundsson 1959 og 1960, Jón Jónsson 1959). 14 Drápssker á Breiðafirði. Norð- vestanvert á vestara skerinu er hvera- svæði sem fellur yfir á hálfflæði. Hiti mælist 65-9FC og rennsli talið 5-9 1/s. Utfelling er mikil. Um 60-80 m vestar er 95-96°C heitur hver sem fer á kaf á hálfflæði. Rennsli er álitið 2-4 1/s. (Gunnar Böðvarsson 1953, Jón Sól- mundsson 1959 og 1960, Jón Jónsson 1959). Ólafur Sívertsen getur þess í lýsingu Flateyjarsóknar árið 1840 (Sóknarlýs- ingar Vestfjarða 1952) að í Dráps- skerjahver sjóðist fljótar en í nokkrum potti yfir eldi. Ennfremur segir þar: „Austur á skerinu, 20 faðma frá, eru tvær uppsprettur, hvor við aðra, og margar aðrar smáuppsprettur á smáhrúfóttum hraunklettaflesjum. Sunnan til á sama skeri er enn lítil uppspretta. Eru þessar uppsprettur ei allar heitar eða sjóðandi“. Líklega á hann við kaldavatnsuppsprettur enda segir hann í umfjöllun sinni um Oddbjarnarsker: „Eigi finnst hér vatn eins og í Drápsskerjum". Þá getur Olafur um hver „á stærð við hálfsannarsfjórðungspott og álíka að dýpt“ í skeri stutt norður af Dráps- skerjum og kemur hann ekki úr sjó á stórstraumsfjöru. 15 Oddbjarnarsker á Breiðafirði. Laugarsteinar eru einna austast á skerinu en þar koma 0,1-0,2 1/s af 71- 73°C heitu vatni úr klapparglufu sem kemur ekki upp úr sjó fyrr en um hálf- stækkaðan straum í fyrsta lagi (Gunn- ar Böðvarsson 1953, Jón Sólmundsson 1959 og 1960, Jón Jónsson 1959). Glufan nær fram í sjóinn svo að þegar ylgja var gekk sjór upp í laugina og kom í veg fyrir að neysluvatn næðist hér áður fyrr þótt fjara væri. Var þá brugðið á það ráð meðan Oddbjarnar- sker var verstöð að stífla glufuna með blýtöppum því úr henni fékkst neyslu- vatnið. (Aðalsteinn Aðalsteinsson bréfl. uppl. 1988). 156

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.