Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 41
2. mynd. Jarðhiti í fjörunni við Gjörfidal 7/7 1987 (30). Geothermal site near Gjörfidalur
(30). (Ljósm. photo Guðný Kjartansdóttir).
mælt heitast 92°C. Hilmar Pálsson
(munnl. uppl. 1987) hefur kafað um-
hverfis skerin og telur að bólustreymis
gæti jafnvel ennþá utar á 6-8 m dýpi.
29 Bjarnarstaðir í Reykjafjarðar-
hreppi. Bjarnarstaðalaug er í vegar-
brúninni niðri við sjó um 2 km fyrir
innan Bjarnarstaðabýlið. I 10-20 m
fjarlægð frá Iauginni sprautast um
47°C heitt vatn víða út úr þykkum út-
fellingahrauk sem þar er í flæðarmál-
inu og fer að mestu í kaf á flóði. Á 10-
15 m kafla rétt utan við þetta „sker“
kemur upp heitt vatn í klapparglufum,
sem ekki koma úr sjó nema á fjöru í
stærri straum. Tveir stallar líkir brim-
þrepum eru í útfellingahellunni. Sjór-
inn er volgur þarna við landið og fán-
an fjölbreytt. Ágiskað rennsli er hátt í
5 1/s. (Jón Benjamínsson 1979).
30 Gjörfidalur í Nauteyrarhreppi.
Um 50-100 m fyrir utan túngarðinn er
hlaðin baðlaug sem í rennur 43,6°C
heitt vatn og er búningsklefi og skýli
við laugina. I fjörunni út og niður af
lauginni er útfellingahella 5x10 m (2.
mynd) og sér í gang eftir henni miðri.
Þessi útfellingahella fer undir sjó á há-
flæði en í og undan henni kemur um
eða innan við 1 1/s af jarðhitavatni,
heitast 37,8°C.
Sauðhússnes er 1,5-2 km fyrir utan
bæinn í Gjörfadal en einkennandi fyr-
ir nesið er allnokkur hóll á því miðju.
Neðan undir þessum hól er útfellinga-
hella úr samanbakaðri möl á um 100
m kafla með sjónum. Merki um tvo
stalla, hugsanlega brimþrep, eru í út-
fellingahellunni en á víð og dreif í
henni koma upp a.m.k. 0,5 I/s af
vatni, sem mælist heitast 35°C. Mest
vatn kemur upp í neðri stallinum sem
er einungis úr sjó á fjöru.
31 ísafjarðardjúp. Við rannsóknir í
Isafjarðardjúpi vorið 1987 urðu starfs-
menn Hafrannsóknastofnunarinnar
varir við bólustreymi í sjónum út af
Langadalsströnd. Farið var nokkrum
sinnum yfir uppstreymissvæðið og
sýnir 3. mynd hvernig fyrirbærið leit
159