Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 42
3. mynd. Dýptarmælisútskrift af gasstreyminu í ísafjarðardjúpi 1987 (31). Það virðist koma frá lítilli skál á botninum. Örvarnar benda á uppstreymið. Echo sounding from gas bubbles, indicated by arrows, rising from the sea floor in ísafjarðardjúp (31). (Ljósm. photo Svend Aage Malmberg). út á dýptarmælispappír. Þar er að sjá sem gasbólurnar hafi komið frá lítilli skál í leirbotninum ekki allfjarri smá- nagg. Ekki hefur verið kannað hvort bólustreymið er stöðugt né hvort það stafar frá jarðhita eða afgösun vegna rotnunar í hafsbotnssetinu. (Kjartan Thors munnl. uppl. 1988). 32 Lónafjörður í Jökulfjörðum. Að sögn Sæmundar Þorvaldssonar (munnl. uppl. 1987) er jarðhiti utar- lega í suðvesturströnd Lónafjarðar skammt fyrir innan eyðibýlið að Borð- eyri. Volgt vatn 10-15°C (ágiskað) kemur upp um nokkur sívöl göt í fjöruklöpp og er rennsli úr hverju þeirra álíka og úr vatnskrana, samtals eitthvað innan við 1 1/s. Að minnsta kosti hluti jarðhitans fer í kaf á flóði. 33 Drangar í Árneshreppi. Úti í fjörunni, stutt fyrir norðan Stóra- Stekk verður stundum vart við gufu, en mest ber á henni á stórstraums- fjöru. Staður þessi er í beinu fram- haldi til norðurs af þremur jarðhita- stöðum í Drangalandi. (Jón Benja- mínsson 1979). 34 Reykjarnes og Gjögur í Árnes- hreppi. Á nesinu milli Reykjarness og Gjögurs eru þrír jarðhitastaðir á um 1 km löngu svæði sem nær frá Laugavík nyrst á nesinu um Akurvík í Hákarla- vog syðst. Heita vatnið kemur nær allt upp niðri í fjöru og fellur sjór yfir flest augun. Lönd skiptast um miðja Akur- vík. Eftirfarandi upplýsingar eru úr skýrslu Jóns Benjamínssonar (1981): 1) I Laugavík kemur heita vatnið 160

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.