Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 48

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 48
er vitað um jarðhita á landi nær þess- um stað en í Viðborðsfjalli. Ef til vill er hér einungis um gasstreymi að ræða en ölkeldur finnast bæði í Nesjum og Mýrum. UMRÆÐA Jarðhiti í sjó er algengastur við Breiðafjarðareyjar og á Vestfjörðum en hefur ekki fundist við Austfirði eða Suðurland svo óyggjandi sé. Á 12 stöðum eru aðstæður þannig eða dýpi svo mikið að uppstreymisstaður jarð- hitans verður ekki greindur með ber- um augum (sjá Töflu 1). Mesta sjávardýpi á staðfestum jarð- hita er við Hörgárgrunn (97 m) og Kolbeinsey (90 m). Hæstur hiti hefur mælst við Drápsskerin á Breiðafirði 95-96°C og í Skógalóni 100°C en síðari staðurinn er á hugsanlegu háhita- svæði. Annað líklegt háhitasvæði er við Kolbeinsey en talið er að þar séu sjóðandi laugar sem þá hljóta að vera a.m.k. 185°C heitar (Hafrannsókna- stofnunin 1988). Athygli vekur að jarðhitastaðurinn Hliðslaug við Álfta- nes virðist hafa sigið nokkuð í sæ mið- að við frásagnir eldri manna. Er þetta í samræmi við þá sögu sem fjörumór- inn í Seltjörn segir (Sigurður Þórar- insson 1956) og er þekkt af landbroti víða um Suðvesturland. Ennfremur benda mælingar á stöðu sjávarborðs við Reykjavíkurhöfn síðastliðin 25 ár til rúmlega þriggja millimetra landriss að meðaltali á ári (Gunnar Berg- steinsson munnl. uppl. 1987). Sennilega er jarðhiti víðar í sjó hér við land heldur en þekkt er og öll vitneskja eða ábendingar þar að lút- andi eru vel þegnar svo hægt sé að staðfesta eða afskrifa með rannsókn- um og eftirgrennslan hvort um raun- verulegan jarðhita er að ræða. í þessu sambandi má geta þess að ýmsir töldu sig hafa séð jarðhitamerki langt úti á Tafla 1. Dýpi á líklegum jarðhita- eða gasuppstreymisstöðum sem ekki sjást með berum augum. Depth of geothermal sites below sea level. Nr No Staður Site Metrar Metres 1 Út af Reykjanesi 120 og 55-70 4 í Hvalfirði 26 16 í Kjálkafirði 15 18 í Tálknafirði ? 24 Út af Hvítanesi 2-3 28 Út af Hveravík 6-8 31 í ísafjarðardjúpi um 130 41 Út af Reykjarhóli 15-20 42 Suður úr Kolbeinsey 90 46 í Hörgárgrunnskanti 97 47 Út af Ystu-Vík 67 53 Út af Hálsum 36 Skagaflös úti af Garðskaga. Gufaði upp af staðnum í köldum veðrum á stórstraumsfjöru. Sigurbergur H. Þor- leifsson (munnl. uppl. 1987) fyrrum vitavörður á Garðskaga sem er fædd- ur árið 1900 og uppalinn í nágrenni Garðskaga telur að ekki sé um jarð- hita að ræða á Flösinni en hann fór sínar fyrstu ferðir þar út sem smá- gutti. Guðni Ingimundarson í Garði (munnl. uppl. 1987) reif skipsflök úti á Flösinni árin 1950 og 1951. Hann segist hvergi hafa orðið var við jarðhita þar. Hins vegar segir hann að þegar mjög lágsjávað er gerist það stundum að vindhviður nái að blása inn í gufukatla sem þar eru leifar af svo að upp úr þeim standi 2-4 m strókar sem úr landi að sjá líkist hveragufum. Jarðhiti sem er í sjó eða flæðarmáli hefur til þessa, óvíða verið nýttur. At- hyglisvert er því að laug sem flæðir yf- ir var notuð fyrir varmaskipti til upp- hitunar á 200 m2 gróðurhúsi og íbúð- arhúsi að Skarði á Vatnsnesi, en árin 1943-1956 voru ræktaðir tómatar og vínþrúgur í gróðurhúsinu. Ennfremur 166

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.