Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 54
og textar á síðunni andspænis, eins og al-
gengast er. Þá er ættkvíslalýsingum og
lyklum skotið inn hér og þar, sem brýtur
upp einhæft form, og stundum eru myndim-
ar „uppréttar" og textar við hliðina á þeim.
Óhætt er að mæla með þessari bók fyrir
áhugamenn um sveppi hérlendis, enda er
verðið á henni líka furðulega lágt.
2. PILZE DER SCHWEIZ. BEI-
TRAG ZUR KENNTNIS DER PILZ-
FLORA DER SCHWEIZ.
fíand 1: Ascomyceten (Schlauchpilze) 1981.
(313 bls. 390 litmyndir).
Band 2: Nichtblatterpilze (Heterobasi-
diomycetes, Aphyllophorales, Gastro-
mycetes) 1986. (415 bls. 528 litmyndir).
Höfundar og útgefendur: J. Breitenbach
og F. Kranzlin,
Mykologische Gesellschaft Luzern.
Verlag Mykologia, CH-6000 Luzern 9.
Varla er ofsagt að útkoma þessara
svissnesku sveppabóka, sem hófst árið
1981, marki tímamót í útgáfu litmynda-
bóka um sveppi, enda eiga þær ekki sinn
líka, svo mér sé kunnugt.
Þar sem flestar sveppamyndabækur
fjalla fyrst og fremst um hina stóru og
myndarlegu hattsveppi, er dæminu hér
snúið við og byrjað á minni sveppunum
(eskisveppum eða sekksveppum), sem til
þessa hafa hlotið litla athygli almennings,
sökum smæðar sinnar og lítilvægis í dag-
legu lífi, og fágætir eru í litmyndabókum,
þótt þeir séu vissulega ekki óverðugra við-
fangsefni fyrir Ijósmyndara en hinir stærri
sveppir, nema síður sé, slíka fjölbreytni
sem þar er að finna í formum og litum.
Svipað má segja um vanfönunga, sem
annað bindið fjallar um. Þeir eru í flestra
augum aðeins óverulegar himnur eða börð
á fúnum trjám eða bara fúasveppir. En
einnig hjá þessum sveppaflokki opinberast
hér ótrúlega fjölbreyttur heimur forms og
lita, sem fáir myndu hafa búist við.
Þessi síðarnefndi sveppaflokkur er að
vísu fremur fábreyttur hér á landi, miðað
við skógarlönd eins og t.d. Sviss. Aftur á
móti má finna þessa sveppi á öllum árstím-
um, sem er fágætt í svepparíkinu.
Uppsetning bókanna er afar sérstök.
Segja má að hverri tegund sé hér lýst á
fernan hátt. Fyrst er tilgreint kjörlendi og
vaxtartími og lýst ytri einkennum tegund-
ar í stuttu og hnitmiðuðu máli. Þá er lýs-
ing smásærra einkenna, athugasemdir um
tegundargreininguna, myndatökustaður
og tími o.fl. (með smærra letri). Því næst
eru teikningar af smásæjum einkennum,
staðlaðar en mjög vandaðar, og loks er
svo sjálf litmyndin, sem oftast er tekin úti í
náttúrunni, eða við aðstæður sem líkjast
því. Hvert þessara fjögurra atriða hefur
sinn fasta dálk í bókinni, þannig að tvö
þau fyrstu eru á vinstri handar síðu, en hin
tvö á hægri handar síðunni á móti, þannig
að hver lýsing nær þvert yfir opnuna, og
eru þrjár slíkar lýsingar á opnu hverri.
Myndgæði og myndprentun eru með því
besta sem ég hef séð á þessu sviði, enda er
bókin prentuð á valinn myndapappír.
Myndirnar af hinum örsmáu eskisveppum,
sem margir eru ekki nema um 1 mm í
þvermál, eru ótrúlega glöggar og skýrar.
Að sjálfsögðu er hér ekki um að ræða
neina fullkomna svissneska sveppaflóru,
heldur byggist hún á athugunum og söfn-
unarstarfi áhugafólks um sveppafræði í
borginni Luzern í Mið-Sviss, sem höfund-
arnir hafa stýrt síðan árið 1968 og tekur
einkum til um 70x70 km svæðis í miðhluta
landsins.
Allir sveppafundir þessa hóps hafa verið
skráðir á sérstök eyðublöð, með öllum til-
tækum upplýsingum, myndum o.s.frv.
Viðkomandi sýni eru geymd í náttúru-
fræðisafninu í Luzern. Gefur það mögu-
leika á endurskoðun nafngreininga og þar-
með endurbótum og leiðréttingum á næstu
útgáfum bókarinnar, sem sjaldan er van-
þörf á, þegar fjallað er um svo viðsjárverð-
ar lífverur.
Bækurnar voru þegar í upphafi gefnar
út á þremur tungumálum, þ.e. á þýsku,
ensku og frönsku, og hafa því fljótt orðið
kunnar um víða veröld og má víst segja,
að þær hafi verið „rifnar út“. Víst hafa
þær orðið mörgum sveppavininum eins
konar „opinberun“ og nöfn höfunda eru
þegar orðin einn af hinum föstu leiðar-
steinum í sveppafræðinni.
172