Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 55
Það er vissulega ástæða til að óska þeim
Svisslendingum til hamingju með þetta
brautryðjendaverk, sem ætti að geta orðið
öðrum áhugamönnum og hópum til fyrir-
myndar, og sýnir ótvírætt hvers slíkir hóp-
ar eru megnugir, ef þeir setja sér ákveðið
markmið að vinna að.
3. FARBATLAS DER BASIDIO-
MYCETEN (COLOUR ATLAS OF
BASIDIOMYCETES).
Meinhard Moser & Walter Jiilich.
Útgefandi: Gustav Fischer Verlag, Stutt-
gart, New York 1985-1988.
Hér er um að ræða mjög vandaða lit-
myndabók um kólfsveppi, sem gegna á
fullkomnum vísindalegum kröfum. Hún er
eins konar fylgirit lykilbóka þeirra um
kólfsveppi Miðevrópu, sem sömu höfund-
ar hafa samið, þ.e. „Die Röhrlinge und
Blátterpilze" eftir M. Moser (5. útg.
1983), og „Die Nichtblátterpilze, Gal-
lertpilze und Bauchpilze" eftir W. Jiilich,
(1984), og út hafa komið í ritsafninu „Klei-
ne Kryptogamenflora", frá sama forlagi.
Lykilbækur þessar innihalda allar þekktar
evrópskar tegundir viðkomandi sveppa-
flokka, og eru því mikið notaðar af
sveppafræðingum og öðrum víða um
heim. I umræddum lykilbókum eru þó að-
eins stuttar tegundalýsingar og tiltölulega
fáar myndir, þ.e. aðeins strik-teikningar.
Til að bæta úr þessum galla, hafa höf-
undarnir tekið sig saman um útgáfu á
nefndri litmyndabók, sem gefin er út í
lausblaðaformi, eftir efnum og ástæðum.
Má vera, að tilgangurinn sé líka að festa
þær skilgreiningar tegundanna í sessi, sem
þeir hafa tileinkað sér að nota, en í stór-
sveppafræðinni er skilningur manna á teg-
undunum oft nokkuð misjafn, þótt um
sömu tegundanöfn sé að ræða.
Hér eru ljósmynduð ákveðin safnein-
tök, sem síðan eru varðveitt til frekari at-
hugunar og endurskoðunar ef þörf krefur.
Þau eru öll ljósmynduð inni, á mismun-
andi gráleitu undirlagi, og áhersla lögð á
að sýna sem flestar hliðar sveppsins, án til-
lits til þess hvernig myndin verður frá fag-
urfræðilegu sjónarmiði. Myndirnar eru
harla misjafnar, og bera margar þess merki,
að höfundar þeirra eru ekki atvinnumenn í
ljósmyndalist, t.d. eru skuggar nokkuð
áberandi í sumum þeirra. í sumum tilfellum
hafa léleg eða ljót eintök verið mynduð, en
hjá slíku verður ekki komist, einkum ef
sjaldgæfar tegundir eiga í hlut.
Víst er að hér birtast litmyndir af mikl-
um fjölda svepptegunda, sem hafa aldrei
fyrr verið myndaðar, eða a.m.k. ekki
komið fram í litmyndabókum, og er það
eitt fyrir sig ekki lítils virði frá sjónarmiði
fræðinnar. Einnig má ætla að nafngreining
tegundanna (myndanna) sé hér öruggari
en venjulegt er í sveppabókum, þar sem
svo reyndir og viðurkenndir fræðimenn
eiga í hlut.
Engar tegundalýsingar eru í bókinni,
sem stafar af fyrrnefndu samspili við lykil-
bækurnar, þar sem aðeins er að finna teg-
undalýsingar en litlar sem engar myndir.
Hins vegar eru sendar út talsvert ýtarlegar
ættkvíslalýsingar með myndunum, þar
sem vísað er í frekari heimildir.
Nú eru komnar út nokkur hundruð
myndasíður, sem raðað er eftir sérstöku
kerfi í hringmöppur, sem forlagið afhendir
kaupendum myndanna.
Segja má að hér sé í fyrsta sinn gerð til-
raun til að skapa litmyndaverk, sem hefur
það markmið að birta myndir af öllum
tegundum stórsveppa í ákveðnum heims-
hluta eða álfu, og er einnig að því leyti
einstakt í sinni röð.
Hins vegar sýnist mér, að þessi lit-
myndabók eigi fremur lítið erindi til al-
mennings, og síst hér uppi á íslandi.
4. ARCTIC AND ALPINE FUNGI
1-2.
Gro Gulden, Kolbjörn Mohn Jenssen &
Jens Stordal.
Útgefandi: Soppkonsulenten (Gulden,
Jenssen, Stordal), Oslo 1985, 1988.
Hér er einnig á ferðinni litmyndabók
um sveppi í lausblaðaformi, sem hafin var
útgáfa á 1985. Eins og titillinn segir, er
hún um fjallasveppi og þá sem vaxa í
heimskautalöndum. Fyrsta „heftið" með
25 litmyndum voru aðallega sveppir úr
173
L