Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 56
fjallgarðinum í Suður-Noregi, en í öðru
„heftinu“ eru eingöngu sveppir frá heim-
skautalandinu Svalbarða, sem K.M. Jens-
sen hefur ljósmyndað.
Petta er nánast vísindaleg sveppaflóra,
sem mikill fengur er að fyrir sveppa-
fræðinga og áhugamenn í norðlægum
löndum, því að hér er að finna lýsingar og
myndir af ýmsum tegundum sem hvergi
vaxa annarsstaðar, og hafa sumar ekki
verið skilgreindar almennilega fyrr en í
þessu riti.
Geta má þess, að Gro Gulden sveppa-
fræðingur í Oslo, er meðal færustu núlif-
andi fræðimanna á þessu sviði. Lýsingar
hennar á tegundunum í bókinni eru mjög
skýrar og ýtarlegar og smásæ einkenni
einnig skýrð með teikningum. Vistfræði
tegundanna eða kjörlendi er ýtarlega lýst,
og sérstök áhersla er lögð á kerfisfræðileg-
ar skýringar, samnefni tilfærð o.s.frv.
Þótt tiltölulega lítill hluti íslensku
sveppaflórunnar geti talist heimskauta-
eða fjallasveppir, er þessi litla lausblaða-
bók, sem vonandi á eftir að stækka, hið
mesta þarfaþing hérlendum sveppavin-
um.
5. 700 PILZE IN FARBFOTOS.
Rose Maria Dahnke & Sabine Maria
Dáhnke.
Útgefandi: AT-Verlag, Stuttgart. 5. Ausg.
1982 (686 bls. 700 myndir).
Þetta er fögur og glæsileg myndabók um
hattsveppi aðallega, einkum þá hinar
stærri tegundir í skógum Mið-Evrópu.
Myndirnar eru flestar „uppsettar", þ.e.
sveppirnir eru teknir úr umhverfi sínu og
myndaðir heima fyrir á tilbúnu undirlagi,
en oftast fylgir þó eitthvað með af þeim
gróðri sem óx á staðnum, og gerir það
uppsetninguna furðu líflega og jafnframt
listræna.
Litmyndir bókarinnar eru almennt mjög
góðar og prentun þeirra einnig ágæt. Að-
eins ein litmynd er á hverri síðu, og stuttar
lýsingar á sömu síðunni, sem gerir að
verkum að myndin getur verið nokkuð
stór.
Lýsingar eru skýrar og jafnvel er getið
um smásæ einkenni og efnafræðileg, sem
er sjaldgæft í almenningsbókum um
sveppi.
Annars má segja, að þessi sveppabók
eigi fremur lítið erindi til okkar Islend-
inga, þar sem tegundavalið er mikið mið-
að við laufskóga Mið-Evrópu, þar sem
samsetning sveppaflórunnar er allmjög
frábrugðin þeirri sem hér er tíðast.
6. MUSHROOMS AND OTHER
FUNGI OF GREAT BRITAIN &
EUROPE.
Roger Philips.
Útgefandi: Pan Books 1981 (2nd printing
1983). (287 bls. í stóru broti. Um 900 lit-
myndir).
Þetta er skemmtileg litmyndabók með
nýstárlegri og fjölbreyttri uppsetningu.
Höfundurinn er ljósmyndari og áhuga-
maður um sveppi. Hann myndar alla
sveppina inni, á mismunandi lituðu undir-
lagi, sem er sérstaklega valið fyrir litinn á
hverri tegund. Mikil áhersla er lögð á að
sýna sveppina frá sem flestum hliðum og á
mismunandi þroskastigi, einnig þverskurði
af þeim o.s.frv. Samt eru myndirnar fal-
Iegar og listrænar á vissan hátt, og að því
er virðist lýtalausar frá myndatæknilegu
sjónarmiði.
Tegundaval í bókinni er býsna vítt og
gefur hún gott yfirlit yfir hina stærri sveppi
á Bretlandseyjum og getur einnig gilt sem
handbók til greininga á íslenskum svepp-
um, því að margt er hér sameiginlegt þess-
um grannlöndum.
Lýsingar tegundanna eru stuttar en
hnitmiðaðar og smásærra einkenna er get-
ið. Hins vegar vantar allar lýsingar á stærri
einingum í kerfinu (ættkvíslum og ættum)
sem dregur nokkuð úr gildi hennar. Hér
vill fara sem oftar í slíkum bókum, að
betra væri að lýsa skyldum tegundum sam-
eiginlega, en draga síðan fram tegunda-
muninn, heldur en endurtaka næstum því
sömu lýsinguna aftur og aftur.
Bókin hefur hlotið miklar vinsældir og
hefur m.a. verið þýdd á Norðurlandamál
og aðlöguð sveppaflóru Danmerkur og
Svíþjóðar. Verði hennar er mjög stillt í
hóf.