Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 57
7. DER GROSSE PILZFÚHRER.
Band 1—4.
Útgefandi: BLV Verlagsgesellschaft, Miin-
chen.
5. Ausg. 1979-1984. (Um 2000 litmyndir).
Höfundur þessara bóka er Itali, sem
lengi hefur stundað sveppaljósmyndun og
kynnt sér sveppafræði. Myndirnar eru all-
ar teknar úti í náttúrunni, og líklega flest-
ar í Alpafjöllum, þótt þess sé yfirleitt ekki
getið, hvar þær eru teknar. Þær eru sann-
ast sagna mjög misjafnar að gæðum, og
jafnast almennt ekki á við myndir þeirra
bóka sem fyrr var getið. Einnig virðist
prentun þeirra hafa verið eitthvað ábóta-
vant.
Tegundagreiningar eru og dálítið grun-
samlegar, sumar hverjar, en þó er bót í
máli, að hinn valinkunni sveppafræðingur
M.Moser í Innsbrick, hefur farið fyrir
bókina og gert sínar athugasemdir.
Víst er hér að finna margar tegundir,
sem ekki eru í öðrum sveppamyndabók-
um, og virðist höfundur hafa verið ótrú-
lega fundvís á sjaldgæfa sveppi.
Bókin kom fyrst út í Trento á Ítalíu
1979, og nefndist „I fungi dal vero“, en
hefur verið þýdd bæði á ensku og þýsku.
Hún er í mjög litlu broti, og aðeins ein eða
tvær litmyndir á vinstri handar síðum en
tegundalýsingar andspænis, hægra megin.
Fyrir íslenska sveppavini hefur þessi
bók fremur takmarkað gildi.
175