Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 10

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 10
160 NÁTTIJ RU FRÆÐINGU RIN N 23. okt. Flatarmál 196 ha, þar af hraun 110 ha. 15. cles. Flatarmál 213 ha, þar af hraun 123 ha. 1965 18. jan. Farþegaflugvél, Prestwick Twin Pioneer (Lóan), lendir í fyrsta sinn í Surtsey. Flugstjóri Björn Pálsson. 20. febr. Flugvél flugmálastjórnarinnar lendir í Surtsey. 23. febr. Flatarmál Surtseyjar 234 ha, þar af hraun 137 ha. 24. april. Flatarmál 236 ha, þar af hraun 143 ha. 29. apríl. Lóan lendir í Surtsey í síðasta skipti. Lendingar henn- ar skiptu nokkrum tugum. 17. maí. Flraunrennsli hættir í Surtsey. 22. maí. Vart verður við gufuuppstreymi ANA af Surtsey (ef til vill þegar 11. maí). 23. mai. Grábrúnn flekkur sést á sjónum 600 m ANA af Surtsey. 24. maí. Greinileg eldsumbrot á sama stað (sbr. 3. mynd). 28. mai. Bryddir á eyju. 29. maí. Eyjan horfin. 3. júní. Fyrsta æðri plantan, fjörukál (Cakile édentula), finnst í Surtsey. 5. júni. Aftur bryddir á eyju. 6. júní. Eyjan 10 m há, 35 m í þvermál. 8. júni. Eyjan 16 m há, 170 m í þvermál. Páll Helgason stekkur snöggvast í land á henni. 12. júni. Eyjan aftur horfin. 14. júní. Enn sést eyja. 16. júni. Hæð eyjar 37 m, lengd 190 m. Manna á milli gengur eyjan undir nafninu Syrtlingur. 18. juni. Hæð um 50 m. 28. júni. Hæð 46 m, lengd 330 m. 5. júli. Fjórir Vestmannaeyingar skreppa í land á eynni. 2. ágúst. Hæð eyjar 44 m. Lengd 380 m. 24. ágúst. Hæð Surtseyjar 169 m, flatarmál 245 ha, þar af hraun 152 ha, flatarmál Surtseyjarlóns 36 ha. Þessar tölur hafa verið nær hinar sömu, er Surtseyjargosinu lauk 17. maí. Hæð Syrtlings 45 m, lengd 420 m. Flatarmál 8 ha. 15. sept. Hæð Syrtlings 67 m. Lengd um 650 m.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.