Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 12
162
NÁTT Ú RUFRÆÐIN G U RIN N
5. jan. Eyjan aftur horfin.
15. jan. Orlar á eyju fyrri hluta dags. Síðari hluta dags sést um
50 m langur, flatur „hvalbakur“, þar sem gýs á 2 stöðum.
25. jan. Eyjan talin 30—40 m há. Talsvert gos.
27. jan. Eyjan horfin.
7. febr. Bryddir á eyju.
12. febr. Eyjan áætluð um 200 m löng og 100 m breið, en hæðin
um 10 m (4. mynd). Gosið með allra kröftugasta móti og hafði
verið vaxandi í þrjá daga. Hæstu gjallstrókar um 250 m.
15. febr. Hæð eyjar mæld 23 m, lengd 240 m. Fjarlægð til lands
800 m.
16. febr. Eyjan horfin. Mjög lítið gos.
28. febr. Eyja nær 500 m löng. Gosið kröftugra en 12. febr.
Eitt gos eða fleiri.
Spyrja má, hvort eldsumbrotin í Surtsey og kringum hana skuli
teljast eitt gos eða fleiri. Slíkt getur stundum verið álitamál. Þess-
um eldsumbrotum svipar, sem fyrr getur, mjög til ,,Mývatnselda“
á árunum 1725—1729. Raunar byrjuðu eldsumbrotin við Mývatn
með sprengigosi i Kröflu (Víti) aðfaranótt 17. maí 1724, en hinir
eiginlegu eldar hófust í Leirhnúk 11. janúar 1725. 19. apríl sama
ár byrjaði gos í Bjarnarflagi. Gos héldu áfram á Leirhnúkssprung-
unni, misjafnlega mikil, fram í septemberlok árið 1729 og ef til
vill lengur. 18. apríl 1728 tók að gjósa í Hrossadal og gos hófst í
Bjarnarflagi að nýju, en þar eru eldstöðvarnar tvær. Allar eru
þessar eldstöðvar á sömu sprungunni eða a. m. k. sama sprungukerf-
inu og virðist mér réttast að telja Mývatnseldana, að Kröflugosinu
undanteknu, eitt gos, alveg eins og t. d. Heklugosið 1766—1768. Og
sama er að segja um gosið í Surtsey og eldstöðvarnar þar í kring.
Hér er raunar ekki um eina sprungu að ræða, heldur kerfi af sprung-
um, sem virðast vera en echelon eins og það kallast á vísindamáli,
þ. e. sprungukerfið sem slíkt hefur eina heildarstefnu, í þessu til-
felli stefnuna frá Surtluhryggnum til yngstu eldstöðvanna, nálægt
N65°A—S65°V, en hinar einstöku sprungur eru sín á milli sam-
hliða, en hafa aðra stefnu, nálægt N35°A—S35°V, og mynda því
horn við hina stefnuna. Hefur þetta sína sögu að segja um verkan
þeirra afla, sem verka á hið „unga ísland“, þ. e. eldfjallabelti lands-
ins. Ekki skal þó farið nánar út í þá sálma hér. en svo virðist, að