Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 13

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 163 lítt rannsökuðu máli, sem eldri eldstöðvum á Vestmannaeyjasvæð- inu, ofan og neðan sjávar, sé e. t. v. raðað á svipaðan hátt. En svo við snúum okkur aftur að Surtseyjargosinu, þá er, þrátt fyrir þær fróðlegu breytingar bergfræðilegar og efnafræðilegar, sem smám saman hafa orðið á hinum föstu gosefnum úr gosinu og aðrir kunna betur skil á en ég, vart um slíkar breytingar að ræða, að þær rétt- læti tal um mörg gos. Mjög líklegt má telja, að Syrtlingsgosið hafi farið í gang í þann mund, er hraungígurinn var að lokast, einfald- lega vegna þess að sömu bergkviku og áður hafði útrás um Surt, opnaðist auðveldari leið um sprungu við rætur hans, og svipað hygg ég að sé um það gos, sem nú er í gangi suðvestan Surtseyjar. Fram- leiðsla gosmalar og hrauns í því gosi er svo lítil, að vel gæti það hafa farið í gang ekki löngu eftir að Syrtlingur þagnaði seint í október, þótt ekki væri það búið að ldaða upp hrygg, er næði yfir- borði sjávar fyrr en bak jólum. Vilji menn ekki nota nafnið Surts- eyjargos um gosið í heild, mætti tala um Eyjaelda og skilja bæði á þann veg að eldar þeir brunnu undan Vestmannaeyjum og þann að þeir mynduðu hverja eyna af annarri. Hœttir gossins. Margir hafa fylgzt með því af fréttum, myndum eða sjálfsýn, hversu fjölbreytilegt Surtseyjargosið hefur verið í sínum háttum. Segja má, að það skiptist í tvær andstæður. Annars vegar sprengi- gos, og það ærið kröftugt á stundum, sem hlóð upp keilu úr gos- möl, hins vegar dæmigert flæðigos mjög þunnfljótandi hrauns, sem myndaði hraunskjöld af því tagi, sem Þorvaldur Thoroddsen af mis- skilningi nefndi dyngju. Millistig milli flæðigossins og sprengigoss- ins má telja það hraunstrókagos, sem var dagana 2.-7. febrúar 1964 og 3. apríl sama ár. Sprengigosið var einnig með tvennu móti. Þegar sjór flæddi inn í gígana voru sprengingar með þeim hætti, sem þekktur er af lýsingum og myndum af öðrum neðansjávargos- um. Við hverja af þessum „blautu“ sprengingum ruddist upp dökk öskusúla og út úr henni skaut fjölda af dökkum öskutrjónum og var hraunkúla (bomba) á enda hverrar trjónu. Þessar dökku trjón- ur urðu á fáum sekúndum gráhvítar og loðnar, er yfirhituð vatns- gufan, drifkraftur þeirra, þandist út og kólnaði niður fyrir þétti- mark. Væru sprengingar alldjúpt niðri í gígrörinu sentust hraun- kúlurnar næstum beint í loft upp, en væru þa=r nærri yfirborði,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.