Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 14
164 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN sentust þær í bjúglínum út yfir gígbarmana og mökkurinn líktist þá voldugu hanastéli (5. mynd). Lengst sentust bombur, svo séð væri, um 1.3 km frá gígnum. Þessar sprengingar voru hljóðlausar að heita má. En oft kom það fyrir, að rif hlóðst fyrir skarðið í gígvegginn og varnaði sjónum aðgöngu að bergkvikunni. í stað einstakra, aðskilinna sprenginga var þá mínútum saman og stund- um klukkustundum saman óslitið en dálítið rykkiótt uppstreymi gufu og gosmalar, ekki ósvipað og í gufugosunum í Geysi, er hann var búinn að þeyta úr sér vatninu, en miklu kröftugra og hraðara (Pl. I). 5. febrúar 1964 mældist hraðinn í stróknum 130 m/sek. um 250 m ofan við sjávarmál, en gígurinn var þá niður við sjávar- mál. Fyrir kom að gosmalarstrókar náðu allt að 2 km hæð. Þessum 5. mynd. „Hanastéls“-sprenging í Surti yngra. Hæð hennar er um 400 m. — A typical “cocks tail” explosion (wet explosion) in Surtur Junior. Height about 400 ni. Ljósm. Sverrir Einarsson, 19. íebrúar 1964.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.