Náttúrufræðingurinn - 1966, Qupperneq 23
NÁTTÚRUFRÆÐI NGURINN
173
sem bylgjur skullu yfir þær, að totur þessar bólgnuðu út í endann
og síðan brotnúðu þessir endar af í öldurótinu. Líklegt má telja,
að reglulegt bólstraberg sé þarna að finna neðan fjörumáls, en
hversu djúpt er á því, er ennþá ókannað.
Forvitnilegt. var að sjá, hversu mikið af hrauninu molnaði niður
í snertingu við sjóinn. Oft mátti sjá gervigos, er brimöldur skullu
á glóandi hraunjaðrinum og stóðu þá gosmalarstrókar stundum hátt
upp úr brimgarðinum. Þegar öldur skullu á glóandi helluhrauns-
totum, sem teygðu sig niður í fjöruna, snarkólnaði yfirborð þeirra
og myndaðist þá þunnt storklag, sem jafnharðan kvarnaðist í svart-
gljáandi glerkennda mylsnu, sent skolaðist af, svo að aldan sortn-
aði, en síðan var hraunið glóandi að nýju, er aldan féll frá, en af
þessari síendurteknu kvörnun yfirborðslags hraunsins myndaðist
svartur, glerkenndur grófsandur. Með hliðsjón af orðinu gervigíg-
ur og gervigos, mætti nefna þennan sand gervigosmöl (pseudo-
tephra), en eldfjallafræðingurinn kunni, Alfred Rittmann, nefnir
slíkan sand hyaloclastile, en hann er víðast samfara bólstrabergs-
myndun.
Kvörnunin gat verið svo hröð, að mjög hægskreiðar hrauntotur
kæmust ekki gegnum brimgarðinn, kvörnunin hefði við aðstreym-
inu. En væri um liraðstreymar hraunelfur að ræða, eins og t. d.
upp úr miðjum apríl 1964, héldu þær viðstöðulaust áfram undir
sjávarmál og runnu áfram niður eftir hallandi sjávarbotninum.
Það var ekki aðeins yfirborð rennandi hraunsins, sem kvarnaðist
í brimgarðinum. Brimið molaði oft hrauntoturnar í stærri og rninni
stykki og útsogið dró með sér glóandi hraunflykki, stundum ærið
stór, sem sjá mátti rjúka úr í fjörusandinum marga metra framan
við hraunjaðarinn. Sakir hinnar öru kvörnunar og molunar mynd-
aðist stöðugt kragi af svörtum sandi framan við hraunjaðarinn, svo
að ganga mátti þurrum fótum á fjöru, þar sem hraun var að skríða
fram, nema það væri því hraðstreymara. Þess vegna skreið hraunið
stöðugt fram yfir gjallsand, sem jiað sjálft hafði myndað. Ætla má,
að í þeim hluta af neðansjávarstöpli Surtseyjar, senr myndazt hefur
síðan hraungosið hófst, skiptist á lög af gervigosmöl og hrauni, sem
sumpart hefur runnið eftir sjávarbotni niður hallann út frá strönd-
inni, sumpart runnið í lokuðum rásum og þá ýmist rnyndað inn-
skot neðansjávar eða koniið upp á sjávarbotni mislangt frá strönd-
inni, hafandi runnið þangað í lokuðum rásum, svo sem kann að