Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 24
174 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hafa skeð í „goshléinu“ í maí—júní 1964. Líklegt er, að talsvert af þessu hrauni hafi myndað bólstraberg og kubbaberg. Væri æskilegt að bora niður í gegnum stöpulinn undir hraunjaðrinum og kanna gerð lians. Þegar hraun tók að ílæða úr Surti í aprílbyrjun 1964, varð jarð- fræðingum brátt Ijóst, að hér var að myndast fjall, sem mjög svipaði til íslenzkra eldfjalla af gerðinni Herðubreið eða Hlöðufell, þeirrar gerðar, er Guðmundur Kjartansson nefnir stapa. Þótti þeim að vonum sem Surtseyjargosið renndi stoðum undir þá skoðun um myndun stapanna, sem þeir munu flestir sammála Guðmundi um í meginatriðum, sem sé þá skoðun, að móbergsstöplar stapanna hafi Pl. I. Sígos í suðvestasta gíg Surtseyjar að kvölcli hins 23. nóvember 1963. Hæð gígveggjar til liægri er 100 m. — A violent “continuous uprush” activity in the SW-most craler of Surtsey of Nov. 23, 1963. The crater tuall to the right is 100 m high. Ljósm. S. Þórarinsson. Pl. II a, b, III a. Þrjú stig í strandmyndun á hraunströnd Surtseyjar. Pl. II a: Hraun rennur út í sjó. Pl. II b: Brimklil liefur myndazt. Pl. III a: Malar- kambur helur myndazt framan við brimklifið. Pl. II b og III a eru teknar næstum á sama stað, suðvestan á eynni. Á þeirri fyrri er brimklifið um 12 m hátt, á þeirri síðari um 14 m. Rekan er 103 cm á hæð. Pl. II a er tekin nokkru austar en hinar. — Three slages in the development of the lava shore on south- ern Surtsey. Pl. II a: Lavaflow entering the sea. Pl. II b: An abrasion cliff has been formed. Pl. III a: A bank of gravel and boulders Itas been formed in front of the cliff. Lengtli of spade used as scale on Pl. III a is 105 cm. Height of cliff ab. 14 m. Pl. II b and 1/1 a are taken at llie same place, Pl. II a some- what further east. Ljósm. S. Þórarinsson, 6. febr., 20. febr. og 17. ágúst 1965 Pl. III b. Landslag á Surtsey norðanverðri. — Landscape on the north side of Surtsey. Ljósm. S. Þórarinsson, 13. marz 1965. Pl. IV a. Helluhraun í Surtsey. — Pahoe-hoe lava in Surtsey. Ljósm. S. Þórarinsson, 9. maí 1965. Pl. IV b. Tilhneiging til bólstrabergsmyndunar neðan flóðmáls við suðaustur- strönd Surtseyjar. — A tendency to formation of pillow lava beneatli the high luater level on the SE shore of Surtsey. Length of rule 1 m. Ljósm. S. Þórarinsson, 16. apríl 1964.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.