Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 27
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN 175 hlaðizt upp undir jciklum kvarteru jökulskeiðanna og þá i’yrst feng- ið hraunþekju, er þeir voru orðnir það háir, að þeir náðu upp úr ísnum, svo að vatn komst ekki lengur að eldrás jreirra. Surtseyjargosið er raunar ekki fyrsta neðansjávargosið, sem mynd- ar eins konar stapa. Svipað gerðist í Capelinhos gosinu undan eynni Faial í Azoreyjaklasanum 1957/58. Þessa neðansjávargoss varð fyrst vart 27. sept. 1957, að undangengnum 11 daga jarðhræringum, og næstu mánuði var gosið svo snarlíkt Surtseyjargosinu, að vart er hægt að þekkja sundur myndir frá þessum gosum. Þarna myndaðist eyja, Uha Nova (Nýey), sem hvarf í októberlok, en önnur rnynd- aðist fljótt og tengdist sú að lokum eynni Faial, en goskeilan, sem smám saman hlóðst upp, hlaut nafnið Capelinhos eftir dröngum, sem þarna voru fyrir landi. Vart varð hraunstróka (lava fountains) nokkrum sinnum í desember 1957, en 2. maí 1958, þegar eyjan var orðin rúmir 2(4 ferkm. að l’latarmáli og svipaðrar hæðar og Surtsey, hófst hraunrennsli og hélt áfram með nokkrum hléum til gosloka, 25. okt. 1958. Hraunið var ólivínbasalt. Sá var einkum munur á hraunrennsli þarna og í Surtsey, að í Capelinhos fór hraunið undir gígvegginn sjávarmegin á nokkrum stöðum, í stað þess að renna út um skarð í gígvegg, og myndaði það mjóan, slitróttan hraunkraga á eyna, en innan í þeim víða gjallgíg, sem myndaðist í sprengigos- inu, hlóðst upp kleprakeila. Hér var því ekki um að ræða dyngju- gíg eins og þann, er sjá má í Surtsey, en hraunkraginn mun hvíla á gosmalarstöpli svipuðum og þar. Athyglisvert er, að Surtseyjargosið byrjaði sem sprungugos, en endaði í Surtsey sjálfri sem gos úr kringlóttu gosopi. Svo mun að líkindum hafa verið um okkar eldborgir og dyngjur. Hér skal ekki farið út í nánari samanburð á Surtsey og ísaldar- stöpunum íslenzku, því efni mun Guðmundur Kjartansson gera betri skil, þar eð hann er frcVðastur Islendinga um þá gerð fjalla. Lesendum þessarar greinar til glöggvunar birti ég þó skematískar myndir af uppbyggingu Surtseyjar fram til síðsumars 1964 (10. mynd), teknar, með nokkrum lagfæringum, úr Surtseyjarbók rninni, sem skrifuð var síðsumars 1964, en þá voru enn ekki fyrir hendi sjókort byggð á þeim dýptarmælingum, sem Sjómælingar íslands framkvæmdu í ágúst það sumar. Einnig var sú skekkja í hrein- teikningu jressara sniða í nokkrum hluta upplags bókarinnar, að hraunið var sýnt eins ofan- og neðansjávar, hvað aldrei var mín

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.