Náttúrufræðingurinn - 1966, Qupperneq 28
176
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
meining. Enn ber þó að líta á teikningar þessar sem skematískar
bráðabirgðateikn ingar.
Mótun Surtseyjar.
Eitt af skemmtilegum rannsóknarefnum í sambandi við Surtseyj-
argosið er að fylgjast með því, hvernig hin ytri (exogen) öfl: straum-
ar, öldugangur (brim), vindar og rennandi vatn, rnóta þessa ungu
ey. Það, sem fljótt vakti athygli, þegar eyja tók að myndazt, var það,
hversu fljótvirk þessi eyðandi öfl voru. Ég minnist þess sérstaklega,
hversu mér hnykkti við, er ég flaug yfir Surtsey 27. október 1963.
Daginn áður hafði ég verið á varðskipi við eyna og fylgzt með því,
hversu ört hún hlóðst upp. Þetta var þá orðið ærið land, að mér
fannst, og spáði ég eynni langlífi í viðtali, sem útvarpið hafði við
mig. Um kvöldið hélt ég til Reykjavíkur, og var þá að verða rok-
hvasst og sjógangur mikill. Og er ég flaug þarna yfir upp úr hádeg-
inu daginn eftir, sá ég, að brimið hafði skorið sig inn í eyna allt í
kring og myndað um 100 m breiðan brimflöt. Mér varð þá ljóst,
að ekki yrði eynni tryggt langlífi, fyrr en hraun næði að renna. En
þótt hraunið sunnan á eynni sé miklu þéttara fyrir en fjallshlíð-
arnar að norðvestan og norðan, er hafið einnig ótrúlega lljótt að
vinna á því. Maður gat komið þar að, sem hraun rann í sjó og
yfirborð þess var mjög aflíðandi upp frá sjávarmáli (Pl. II a), og
komið þar aftur nokkrum vikum síðar og höfðu þá myndazt þarna
þverbrött margra mannhæða brimklif og framan við þau mátti ganga
þurrum fótum á fjöru, þar sem möl og hnullungar voru orðin svo
brimsorfin, að furðu sætti (sbr. Pl. II b og III a). Nú er brimið
búið að sverfa djúpar skorur og hella inn í hraunhamrana á suður-
strönd Surtseyjar, sem er nú öll þverhnípt. Yfirleitt eru hin eyð-
andi öfl í Surtsey svo hraðvirk, að maður stendur agndofa í nær
hvert skipti, er maður kemur í eyna, og ætti íslenzkum jarðfræðingi
þó ekki að blöskra margt í þeim efnum, svo hraðvirk sem bæði hin
eyðandi og uppbyggjandi öfl yfirleitt eru í þessu landi. En þó kastar
10. mynd. Snið, nokkuð skematíseruð, er sýna þróun Surtseyjar fram til 25.
ágúst 1964. I. 15. nóv. 1963; II. 5. febr. 1964; III. marzlok 1964; IV. 4. apríl
1964; V. 25. ágúst 1964. — Sections, somewhat schematized, illustrating the
developrnent of Surtsey. I. Nov. 15, 1963; II. Febr. 5, 1964; III. End of March,
1964; IV. April 4, 1964; V. Aug. 25, 1964.