Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 30
178
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
11. mynd. Brimborið hnullungalag á Surtseyjarhrauni, þakið að nokkru af
yngra hrauni. — A layer of boulders tossed up by the breahers, is resting on
Surtsey lava and partly covered by a younger lava tongue.
Ljósm. S. Þórarinsson, 20. febr. 19(i.5.
tólfunum, þegar út í Surtsey kemur, og má þar læra, hversu óvar-
legt er að treysta mjög á sitt jarðfræðilega tímaskyn. Eitt sinn í
fyrra vetur velti stórbrim hnullungum allstórum, og sumum tölu-
vert lábörðum, drjúgan spöl inn og upp á nýlega runnið hellu-
hraun suðaustan til á Surtsey. Mynduðu þessir hnullungar sam-
hangandi lag á nokkru svæði. Yfir þetta lag rann svo skömmu síðar
glóandi liraun (11. mynd). Hver sá, sem síðar meir sæi þarna í
hamravegg tvö helluhraunslög aðskilin af hnullungalagi, nokkuð
sorfnu, myndi draga þá ályktun, að þarna væri um tvö hraun að
ræða, runnin með margra áratuga og líklega heldur með margra
alda millibili, en þarna er raunverulega að ræða um eitt og sama
hraun og aldursmunur laganna aðeins fáar vikur.
Tilfærsla gjalls og sands með strönd Surtseyjar er afarmikil og