Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 38
184 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ið um 50 cm undir yfirborði hraunsins. Hitinn mældist um 800°C. Tækin, sem höfð voru meðferðis reyndust óhagkvæm, sum eyði- liigðust strax í upphafi vegna liitans, önnur leystust beinlínis upp í súrum gufunum. Það gas, sem náðist reyndist að mestu andrúms- loft og vatnsgufa. Við mælingu á hlutfalli milli vetnis og þungs vetnis í vatninu tókst Braga Árnasyni að sýna fram á að vatnsgufan líktist mjög sjó. Að öllum líkindum var þetta vatn eimað úr sjó- blautri öskunni, sem lá undir heitu hrauninu. I næstu ferðum var útbúnaður til gassöfnunar endurbættur eftir því sem reynsla fyrri ferða gaf tilefni til. Þó voru erfiðleikar á að afla ýmissa efna og tækja, sem þurfti að fá erlendis frá. Einkum reyndist erfitt að fá heppilegt rör til að leiða gasið úr heitum hraun- sprungum í söfnunarílátin. Þessi rör þurftu bæði að þola 1200°C hita og geta staðist heitar, súrur upplausnir. Heppilegasta efnið til þessara nota er kvarts, en þar sem ekki var völ á því var notast við rör úr ryðfríu stáli. í nokkrum tilraun- um til gassöfnunar, sem gerðar voru sumarið 1964 kom í ljós að tilgangslaust var að safna gufum úr glóandi hraunsprungum eða gufuaugum. Öll sýnishorn, sem náðust við slíkar aðstæður reynd- ust vera andrúmsloft og vatnsgufa með smávegis rnengun af kol- dioxýði. Því var ekki um annað að ræða en færa sig nær gígnum og hraunstraumnum. Þann 15. október 1964 var óvenjumikið gos og mikið hraunrennsli. Fyrsta tilraun þennan dag var gerð við hraunsprungu um meter frá rennandi hraunlæk. Er leið á daginn fluttum við okkur á stað, sem Þorbjörn Sigurgeirsson hafði fundið. Hér háttaði svo til, að lofttegundir streymdu upp urn þrönga rifu í hrauninu. Hraði gasútstreymisins var svo mikill, að hátt og sker- andi blísturshljóð barst langar leiðir. Um leið og gasið kom undir bert loft kviknaði í því og grannur, mjög lieitur logi stóð upp úr hraunrifunni. Logi þessi líktist mest logsuðuloga og þegar reynt var að mæla hitann í loganum með rafhitamæli, sem hafður var í hulstri úr járni, skar loginn járnið og eyðilagði mælinn. Hitinn í loganum hefur því verið vel yfir 1300°C. Röri úr ryðfríu stáli var nú komið fyrir í hraunrifunni og það tengt söfnunarílátunum. Þrýstingur á gasinu var svo mikill að öll ílát lylltust samstundis og engin þörf var fyrir dælingu. Reynt var að mæla hlutfall milli vatnsgufu og þeirra lofttegunda, sem ekki þéttust við venjulegt hitastig. Vatnsgufan reyndist vera nálægt 80%. Þegar

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.