Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 45

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 45
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 191 Engar hitamælingar haia verið gerðar í gosnrekkinum eða gos- skýinu, en að öðru jöfnu stígur það þeim mun hærra sem það er heitara. Mikil blöndun á sér stað við loftið umhverfis, og stækkar skýið því ört á leið sinni upp í gegnum gufuhvolfið. Við eitt tæki- færi var vöxtur gosskýsins áætlaður um 10 nrilljónir rúmmetra á sekúndu (Anderson o. fl. 1965), en áður nefnd upphitun ætti að nægja til að hækka hitastig þessa loftnragns unr svo sem 10°C. I heiðskíru veðri sást gosmökkurinn oft vel úr Reykjavík. Fyrstu vikurnar eftir að gosið lrófst var sjálfvirk myndavél höfð tilbúin í Eðlisfræðistofnun Háskólans og tók hún myndir á 10 sekúndna fresti af efri hluta gosskýsins þegar skyggni og birta leyfðu. Mvnd- irnar voru teknar á 8 mm kvikmyndafilnru, og með því að sýna þær sem kvikmynd, konra skírt franr allar hreyfingar í gosmekkinum. Fjarlægðin til gosstöðvanna er 114 knr og á milli liggur Reykja- nesfjallgarðurinn, 400 m hár, í 20 km fjarlægð frá Reykjavik. Ásamt bungumyndun jarðarinnar og ljósbrotinu í loftinu gerir þetta að verkum, að skýið getur ekki sést fyrr en það er komið í 3,3 km hæð yfir sjó. Sá hluti gosskýsins, sem sést yfir fjallsbrún- ina, lrefur verið mældur tit á nryndunr þessum, og má þannig fylgjast með hæð skýsins og hversu hratt það stígur. Fyrstu myndirnar eru frá morgni hins 16. nóvember 1963, eða tveinr dögum eftir að gosið sást fyrst. Á tímabilinu frá kl. 8:15 til 8:45 hefur toppur skýsins verið frá 5,6 til 6,5 km yfir sjávarmáli. Næsta dag er hæðin töluvert meiri, yfirleitt 7,2—8,2 knr á tíma- bilinu frá kl. 9 til kl. 11 að morgni. Nýir skýjabólstrar skjótast upp fyrir gamla skýið, oft á 4—5 mínútna fresti, en síga svo aftur nokk- ur hundruð nretra niður. 5. dag gossins, 18. nóvember, er hæðin svipuð og daginn áður, 6,7—8,4 km á tímabilinu frá kl. 11:30 til kl. 15:30. Nýir bólstrar sjást vel, þar sem þeir stíga upp í gegnum gufuhvolfið, og er hraði þeirra allt að 20 metrar á sekúndu. Yfir- leitt virðist heldur draga úr hraðanum eftir því sem ofar kenrtxr, þó rná sjá bólstur, sem stígur með jöfnunr hraða, 15 m/sek, allt frá 4,3 km og upp í 7,3 knr hæð. 22. nóvember er hæðin aftur minni og kemst aldrei yfir 7 knr á tímabilunum 8:45—9:30 og 13:30—14:30, en er þó alltaf yfir 4 kin. Þegar nryndatakan hefst að morgni lrins 23. nóvember er mikil hreyfing á gosskýinu. Laust eftir klukkan tíu hækkar það um

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.