Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 48

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 48
194 NÁT T Ú R U F RÆ ÐINGURINN gosmekkir stigu upp frá gígnum og eldingar sáust einstöku sinnum með tilheyrandi braki í móttökutækjum skipsins. Síðan færðist gosið mjög í aukana og endaði með sígosi, þar sem svartur ösku- strókur þeyttist án afláts upp úr gígnum í lieilan klukkutíma. Þetta hafði mjög örvandi áhrif á eldingarnar, sem komu með svo sem einnar mínútu millibili þegar mest var. Skipið var þá undir jaðri öskuskýsins, en nú bregður svo við, að truflanirnar í útvarp- inu eru ekki aðeins samfara eldingunum, heldur heyrist stöðugt snark eða hviss í nokkurn tíma á undan hverri eldingu, en hættir skyndilega þegar eldingin kemur. Allt bendir til að hér sé um að ræða kórónustraum, líklega frá loftnetinu sjálfu eða öðrum hlutum skipsins, sem veldur truflunum í móttökutækjunum. Kórónu- straumar myndast þar, sem leiðandi oddar eða skarpir kantar eru í sterku rafsviði, og bendir þetta til þess að skipið sé í vaxandi rafsviði fyrir hverja eldingu, sem hverfur svo eða minnkar mikið við eldinguna. Hreyfingin í efri liluta gosskýsins er rnjög áþekk því, sem gerist í þrumuskýjum, svo að ætla má að sömu orsakir geti framkallað eldingar í báðurn þessum tilfellum. Annars eru menn ekki á eitt sáttir um, hver sé frumorsök eldinganna í venjulegu þrumuskýi, en á einhvern liátt skiljast rafhleðslur að, þannig að efri hluti skýsins fær jákvæða rafhleðslu, en neðri hlutinn neikvæða. Sumir telja að aðgreiningin eigi sér stað þar, sem vatnsdropar og frosið hagl þyrlast saman í uppstreymi skýsins. Eftir snertingu við liaglið fái hinir smágerðu vatnsdropar jákvæða rafhleðslu og berist upp með skýinu, en haglið flytji neikvætt rafmagn niður. Nú er það engan veginn svo, að eldingarnar séu bundnar við efri hluta gosskýsins, heldur eru þær sérstaklega áberandi neðantil í gosmekkinum og eiga oft upptök sín undir hinu eiginlega gosskýi. Jafnvel smá gosstrókar, aðeins nokkur liundruð metra háir, geta sent eldingu til jarðar broti úr mínútu eftir að þeir spýtast upp úr gígnum. Eldingar þessar, þótt smáar séu, sýna að í gosmekkinum fer fram mjög 11 jótvirk aðgreining á rafhleðslum, enda þótt hér sé engu hagli til að dreifa. Ef til vill getur þó gossandurinn kornið í stað haglsins. í febrúar 1964 komu hingað bandarískir eldingasérfræðingar frá Arthur D. Little félaginu, hafrannsóknastöðinni í Woods Hole og rannsóknastöð Bandaríkjaflota í Washington. Höfðu þeir með

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.