Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 56
202
NÁTTÚ RUFRÆÐI NGURINN
vestan við lónið, 20 m yfir sjó. Á stöðum þessum er fylgzt með breyt-
ingum á segulsviðinu, bæði hvað styrkleika og stefnu snertir. Á staðn-
um við lónið hefur enn sem komið er ekki orðið vart neinna breyt-
inga, enda er sá staður langt frá hrauninu. Á hinum staðnum gætir
áhrifa frá hrauninu og væntanlega einnig frá sjálfum gígnum, sem
draga úr styrkleika sviðsins. 4. mynd sýnir mismun sviðsins á þessum
stað og sviðsins í Leirvogi frá þvx að byrjað var á segulmælingum í
Surtsey. Sviðið fer stöðugt minnkandi eftir því sem hraunið kóln-
ar og segulmögnun þess vex. Þannig má nota þessar mælingar til
þess að fylgjast með kólnun hraunsins.
Jarðskjálftar.
Venjulega fylgja eldgosum einhverjir jarðskjálftar og var svo
einnig um Surtseyjargosið. Jarðskjálfta varð nokkrum sinnum vart
í Vestmannaeyjum, og margir, sem gengu á land í Surtsey, urðu
varir við áberandi hristing samfara goshrinunum, einkum framan
af gosinu.
Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar í Reykjavík og á Kirkjubæj-
arklaustri hafa mælt ýmsar jarðhræringar, sem fullvíst er talið, að
eigi upptök sín á Surtseyjarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá
Hlyni Sigtryggssyni veðurstofustjóra eru engar jarðhræringar, sem
átt gætu upptök á Surtseyjarsvæðinu, sjáanlegar á línuritum Reykja-
víkurstöðvarinnar allt. frá nóvemberbyrjun 1963 og þar til viku eftir
að gosið sást, xrema ef vera skyldi smátitringur 12. nóvember. Jarð-
skjálftamælirinn á Kirkjubæjarklaustri sýnir hinsvegar nokkra mjög
veika jarðskjálftakippi dagana 6. til 8. nóvember. Línuritið gefur
til kynna, að upptök jarðskjálftanna séu í sömu fjarlægð og gos-
stöðvarnar, en frekari staðsetning er ekki möguleg. Einnig sýnir
línuritið áberandi titring, sem byrjar 12. nóvember og sést öðru
hvoru í tvo sólarhringa. Tiðnin er miklu hærri en í venjulegum
míkróseismum, en ákveðinni staðsetningu upptakanna verður ekki
við komið. Viku eftir að gosið hófst, eða 21. nóvember, verður vart
við sérkennilegar sveillur bæði í Reykjavík og á Kirkjubæjar-
klaustri. Þetta eru ekki jaiðskjálftakippir, heldur meira og minna
stöðugar sveiflur, sem geta staðið klukkustundum saman. Sveiflu-
tíminn er aðallega 1—2 sekúndur. Upptökin verða ekki staðsett út
frá línuritunum, en Hlynur telur öruggt að þær stafi frá gosinu,
þar sem slíkra hreyfinga hefur ekki orðið vart áður og þær sýna