Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 66

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 66
212 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ig standi á þessari tegund á þessum stað. „Hefur davíðslykillinn hjar- að síðustu ísöld á Hámundarstaðabökkum? Hefur hann slæðst þang- að með varningi eða hefur hafísinn flutt hann milli landa?“ Þannig spyr Ingólfur. Ekki verður þessum spurningum svarað svo öruggt sé. Þó hygg ég að telja megi alveg útilokað, að davíðslykillinn hafi hjarað þarna af síðasta jökulskeið. Afar litlar líkur eru á því, að hann liafi slæðst þangað með varningi, þótt ekki sé það óhugsandi. Samkvæmt grein Ingólfs er þetta vesturheimsk tegund, sem vex „á Grænlandi og enn- fremur í Alaska og á heimskautalöndum Kanada.“ Mestar líkur virð- ast því á, að hafís hafi flutt þessa tegund til íslands. í því sambandi er rétt að minna á, að ferill íseyjunnar Arlis II, sem mikið hefur verið skrifað um í blöðum síðustu vikurnar, hefur sannað það sem menn munu varla hafa gert sér grein fyrir áður, að liingað getur borizt ís frá heimskautalöndum Kanada. íseyjan Arlis II, sem litlu munaði að ræki upp að Islandsströndum, er upprunnin á Ellesmere eyju og hraktist vestur undir Alaska áður en hana bar yfir Norðurpólinn inn í Austur-Grænlandsstrauminn. Á eynni er mikið af grjóti, eink- um afbrigðum af graníti, sem rekja má til Ellesmere eyjar, og það sagði mér grasafræðingur, sem dvalið hefur á Arlis II, að þar væri nokkur gróður, m. a. blómplöntur. Það væri fróðlegt að skoða nánar þá graníthnullunga, sem Ingólfur segir vera í fjörunni undan Há- mundarstöðum. Enn er þess að geta, að í ofangreindu hefti Nfr. ræðir Ingólfur um eyðibýlið Sviðning við mynni Kolbeinsdals í Skagafirði og telur nafnið sýna, að þar hafi verið gert til kola forðum tíð. Vel má þetta rétt vera, sbr. skýringu Ölkofra þáttar á örnafninu Sviðningur í Þing- vallasveit. En þess má einnig geta, að Sviðningur gat að fornu einn- ig verið nafn á svæði, þar sem menn höfðu brennt eða sviðið kjarr eða skóg í ræktunarskyni, svo sem menn brenna sinu nú til dags. Sviðningur gat því orðið nafn á grasteig eða akurteig. í gjafabréfi frá 1382 til kirkjunnar á Ökrum í Blönduhlíð, sem varðveitzt hefur í máldaga sömu kirkju frá því um 1600, er talað um „teig þann er Suidningur heitir og liggur fyrer Ökrum med gardgiord oc þerri- vollum“ (Dipl. Isl. XII, bls. 27).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.