Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 22
132 NÁTTÚRUFR. unum þar í kring eru trjálundir um og yfir 7 m. að hæð, þótt þeir séu helmingi yngri. Syðsti hluti skógarins þarfnast mjög rækilegrar grisjunar, því nú er þannig ástatt, að stórar spildur eru vaxnar svo þéttu kjarri, að umferð er því nær ómöguleg. Þegar birkið vex svona þétt, verða stofnarnir mjóir og veigalitlir, svo að snjórinn sligar það og brýtur að miklum mun á hverju ári. Annars eru trén í skóginum furðu beinvaxin, þótt flest beri þess merki, að fén- aður hafi haldið þeim niðri á fyrri árum. Og óteljandi kolagrafir um allan skóginn bera þess bezt vitni, hvaða meðferðar hann hefir notið af mannanna hálfu. í skóginum vex gulvíðirinn mjög vel, þar sem nógur raki er í jarðveginum, og hæsta víðirunnan, sem við sáum, mældum við 3,3 m. að hæð. Þar, sem víðirinn nær verulegri fótfestu, á birkið erfitt með að breiða sig út, svo víða er hann nú frekar til óþæginda. I Vaglaskógi tókum við 9 sýnishorn af jarðveginum, en frá því verður skýrt síðar. Þ. 27. júlí lögðum við aftur á stað, og var ferðinni heitið að Mývatni og Ásbyrgi. Við Mývatn dvöldum við 2 dægur og fórum meðal annars í Slútnes. Þar mældum við hæsta birkitréð 5,3 m., en hæsta reyniviðinn 5,2 m. Þegar tekið er tillit til, hve Mývatnssveitin liggur hátt, er ómögulegt að segja annað, en að það sé álitleg hæð, sem þessi tré hafa náð. Víðikjörrin í Slútnesi eru mjög þroskamikil og lagleg, eins og allur annar gróður á þeirri eyju. Þarna tókum við 2 jarðvegssýnishorn og ennfremur 1 úr skógargirðingunni við Reykjahlíð. Innan þeirrar girðingar er kjarrið mjög fornfálegt, og girðingin hefir eingöngu verið sett upp til þess að verja það þeirri eyðileggingu, sem því ann- ars hefði verið búin. Er greinilegt, að trén þarna vaxa mjög hægt og verða því tæplega mjög hávaxin. Jurtagróður þarna er líka fremur fáskrúðugur í samanburði við skóglendi annars staðar á landinu. í Ásbyrgi dvöldum við dagstund og skoðuðum það, sem okk- ur þótti markverðast. Þaðan höfðum við með okkur sýnishorn frá 2 stöðum úr Byrginu. 1 Byrginu eru nú 2 skógarblettir, Leir- tjarnarskógur suðaustur af eyjunni (Hoftungunni) og Botns- skógur í syðsta hluta þess. Samkvæmt upplýsingum Einars Sigfús- sonar, skógarvarðar á Ærlæk, voru báðir þessir skógar gamlir raftaskógar um síðustu aldamót. Ungviði sást þar ekki, enda var landið óspart notað til beitar. Byrgið er svo vel girt af náttúr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.