Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFR. 131 máli. Enda vorum við nú um 300 m. yfir haffleti á móts við 130—150 deginum áður. Næsti áfangastaður var Hólar í Hjaltadal, þar sem okkur var ágætalega tekið af skólastjóra. Á Hólum er laglegur garður og lítill trjálundur í gróðrarstöð. í kirkjugarðinum stóð þá líka laglegt og beinvaxið reynitré, sem Hermann heitinn Jónasson hafði gróðursett. Því miður hefir þetta tré síðar fallið í stormi. Á Hólum eru gamlir öskuhaugar og í þeim finnst mikið af viðar- kolum, jafnt efst sem neðst. Frá Hólum héldum við til Akureyrar yfir Hjaltadalsheiði. Þann dag var glaða sólskin og mikill hiti, og var svo heitt á háheiðinni, að okkur þótti nóg um. Slíkt mun vera sjaldgæft á þeim fjallvegi. Heiðin er fremur ill yfirferðar fyrir hesta, en víða lágu stórir skaflar og greiddi það fyrir að ríða þá. Á heið- arbrúninni fyrir ofan Hörgárdalinn var mikið af jöklasóley (Ran. glacialis) og einstöku fjallavorblóm (Draba alpina). Eftir stutta dvöl á Akureyri fórum við austur í Vaglaskóg, þar sem við héldum kyrru fyrir í 6 daga til þess að skoða skóg- inn, taka jarðvegssýnishorn og líta á gróðurinn. Háls- og Vaglaskógur — eða Vaglaskógur, eins og hann er nú nefndur í daglegu tali — er rúmir 200 ha. að flatarmáli. Skógurinn var girtur kringum 1910 og hefir honum farið feyki mikið fram á þeim tíma, sem hann hefir notið friðunar. Greina- góðir menn, sem hafa búið á þessum slóðum áður en girðingin var sett upp og svo komið þangað aftur fyrir nokkru, hafa sagt, að það væri ekki unnt að þekkja skóginn aftur. Svo mikið hefir hann vaxið á þessum fáu árum. Innan girðingar finnast þó enn litlar melskellur og uppblásnir blettir, en þeir minnka óðum með hverju ári sem líður. Og það er eftirtektarvert, að sá gróður, sem fyrst breiðir sig yfir melinn og urðina, er birkinýgræðingurinn, en ekki grös og annar jurtagróður. Vöxtur skógarins virðist vera mjög góður, en engar viðar- mælingar munu vera til frá síðari árum, svo erfitt er að gera sér grein fyrir honum eða lýsa með tölum. í Hálsskógi eru trén yfirleitt eldri en í sjálfum Vaglaskógi, og þar hefir betur verið grisjað á undanförnum árum. Hæstu trén standa þar í lág, sem nefnist Góðalág eða Goðalág, og er hæð og þvermál (í brjósthæð, 1,3 m.) þriggja hinna stærstu trjáa 9,9 m., 18,0 cm.; 9,4 m., 20,0 cm. og 9,0 m. 14,5 cm. Þessi tré eiga öll eftir að vaxa nokkuð ennþá, svo innan nokkurra ára munu hæstu og stærstu tré lands- ins vera á þessum stað. Annars staðar í þessari sömu lág og lág- 9*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.