Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 58

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 58
168 NÁTTÚRUFR. Aðal heimkynni snjógæsa eru íshafsstrendur Norður-Ameríku og Asíu, og ef til vill að einhverju leyti löndin þar norður af- Greinast snjógæsirnar og að nokkru leyti eftir heimkynnum þeirra„ og er gerður greinarmunur á snjógæsum þeim, sem heimkynni eiga í Norðaustur-Ameríku og Grænlandi (Chen hyperboreus ni- valis (Forster) og þeim, sem ættaðar eru frá Norðvestur-Ameríku og Síberíu-ströndum Asíu (Chen hyperboreus hyperboreus (Pal- las), sem vart hefir orðið hér á landi og undanfarandi tegundar- lýsing á eingöngu við. Þá er þriðja tegundin (Chen Rossi) al- gerður heimalningur úr eylöndunum miklu (Baffinslandi o. v.) fyrir norðan Canada. Er hún norrænust allra gæsa sem kunnar eru. Hér á landi hefir þessarar gæsar orðið vart aðeins einu sinni (1896) svo vitað sé með vissu, en líkur eru til að hún hafi oftar verið hér á ferðinni, þó mönnum hafi ekki tekizt að hafa hendur á henni. Hefir hennar margsinnis orðið vart í Bretlandseyjum, og eru taldar mestar líkur til þess að hún sé komin hingað til Norð- urálfu hina eystri leið, þ. e. frá Síberíuströndum. Hefir hún þá. farið meðfram íshafsströndum Asíu og Evrópu í vesturátt, en hald- ið síðan suður með vestur-ströndum Norðurálfu, unz hún lenti á gæsaslóðum á Bretlandi. Þar eru víða hin mestu gæsabæli síðari hluta sumars og sérstaklega á vetrum. Hinnar tegundarinnar (Chen hyperboreus nivalis), hefir aðeins einu sinni orðið vart á. Bretlandi, svo talið sé með vissu. Hún er í engu frábrugðin þeirri tegund, sem hér hefir verið lýst, nema að stærðinni til. Hún er á. stærð við stóru-grágæsir (Anser anser) eins og þær geta stærstar orðið (Alpheraky). Er það í rauninni undarlegt, að þessarar teg- undar skuli aldrei hafa orðið vart hér á landi, ef það er rétt, sem almennt er talið, að hún sé ekki óalgeng á Vestur-Grænlandi. Á vetrum er hún algeng meðfram austurströndum Norður-Ameríku.. Eg hefi nokkrum sinnum heyrt talað um hvítar gæsir, einkum á Norðurlandi, en við nánari eftirgrennslanir hefir það komið í ljós„ að þar hefir verið um „hvítinga" (albino) af algengum grágæsum að ræða, einkum af heiðagæs (Anser brachyrhynchus). Hvítingar af heiðagæsum eru alls ekki fágætir hér á landi, t. d. á Bárðardals- afrétti, og er því ekki víst að sumar snjógæsa-sögurnar hafi vi8 mikil rök að styðjast.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.