Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 45

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 45
NÁTTÚRUFR. 155 Fálmarar trjábukkanna eru sjaldan minni en hálf líkams- lengdin, en venjulega meira, og til eru tegundir, þar sem fálmar- arnir eru 3—5 sinnum lengri en bolurinn. Fálmararnir eru ákaf- lega sveigjanlegir og geta hreyfst til allra hliða í einskonar kúlu- liðamótum, svipað og upphandleggurinn í axlarliðnum á oss. Litfegurð trjábukkanna er viðbrugðið. Einkum eru það væng- irnir, sem eru skrautlegir. Séu þeir einlitir, eru litirnir tíðast sterkir, dökkbláir, fagurgrænir eða gulir o. s. frv. Á hinn bóginn eru litirnir venjulega daufir, séu þeir marglitir. Eru þeir þá með margskonar þverböndum og rósum, einkennilegum og fögrum. Það er tilkomumikið að sjá trjábukkana á flugi. Þegar þeir hefja sig til flugs, lyfta þeir hinum litfögru þakvængjum og breiða út flugvængina gegnsæu, sem þeir svífa á gegnum loftið. Fálmar- arnir stefna þá oftast beint fram, og það gera þeir líka, ef dýrið beinir athygli sinni að einhverju sérstöku. Annars eru þeir all- oft beygðir aftur, einkum ef dýrið er þreytt. Trjábukkarnir gefa stundum frá sér hljóð, sem myndast við núning fyrsta og annars frambolsliðs. Ganglimirnir eru langir og fremur grannir. Hver fótur er gerður úr fjórum liðum, vel þroskuðum, en auk þess einum van- þroska lið, sem lítið ber á, og er ofan við klóliðinn. Munurinn á karldýri og kvendýri er aðallega sá, að síðasti afturbolsliður kvendýrsins er ummyndaður í varppípu, sem dýr- ið notar til þess að færa eggin inn undir trjábörk ýmissa trjáteg- unda. Trjábukkarnir eru nær einvörðungu skógardýr. Venjulega eru karldýrin smávaxnari en kvendýrin og með lengri fálmara. Að skyldleika við aðrar bjöllur standa trjábukkarnir milli svertingjaættarinnar (Tenebrionidae) og laufbjölluættarinnar (Chrysomelidae). Miðsumarsmánuðirnir í nágrannalöndum vorum er tími trjá- bukkanna. Þá lifa þeir sínu sólskins— og ástalífi. Móðirin verpir eggjunum og bæði kynin deyja að því búnu. Móðirin ber sig þann- ig til við varpið, að hún sezt á trjábörk, venjulega á felldu tré eða dauðu, stingur varppípunni í rifu eða sprungu á berkinum og síðan hefst varpið. Það fer eftir því um hvaða trjábukk er að ræða, hverskonar trjátegund móðirin velur fyrir vöggu handa afkomendum sínum. Þegar foreldrarnir eru fallnir í valinn, lifir tegundin í eggj- unum undir trjáberkinum. Eftir hálfan mánuð koma lirfurnar úr eggjunum. Þær byrja þegar að naga sig inn í viðinn eða börkinn og mynda þar smátt og

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.