Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 38
148 NÁTTÚRUFR. magn þess og glæðitapsins fer töluvert saman. Borið saman við þýzkan lössjarðveg er köfnunarefnismagnið og humusmagnið mjög mikið. Magn kalks, magnesíu og fosforsýru í heitri saltsýruupplausn er ekki fyllilega sambærilegt við þann þýzka jarðveg, því að þar er tilgreint allt magn þessara efna. En þó er það nokkuð víst, að kalkmagn íslenzks jarðvegs er töluvert undir því, sem venjulegt er í lössjarðvegi. Kalí og fosforsýruinnihald virðist æði misjafnt, en þó er það einkum fosforsýran, sem er breytileg. Það, sem sagt hefir verið hér að framan um íslenzka fokjörð, virðist gefa bendingar um, að hún sé all-frábrugðin þeim lössjarð- vegi, sem almennur er sunnar á hnettinum. Hún er grófgerðari, inniheldur meira af lífrænum efnum, viðspyrnu hennar er senni- lega öðruvísi varið og sennilega er hún töluvert snauðari að kalki (og inniheldur það í öðrum samböndum). En í holtum og móum, í kjörrum og skógum, í hraunum og heiðum er það fokjörðin, sem myndar hið gróðurberandi lag. Hvar sem við komum á ferðalagi okkar, og hvert sem við höfum ferðast á íslandi bæði fyrr og síðar, höfum við hvergi rekist á annan gróðurberandi „þurran“ jarðveg. Því að þær sandeyrar og hólmar, sem myndast í ám og vötnum, eru varla teljandi, þegar litið er á landið í heild. Auk fokjarðarinnar er svo hinn „voti“ jarðvegur, mýrarnar. Þær eru að miklu leyti byggðar upp af lífrænum efnum, en í sam- anburði við erlendan mýrarjarðveg kemur það í ljós, að íslenzku mýrarnar eru miklu auðugri af steinefnum. Orsök þess er senni- lega jarðfok og öskufall, sem berst yfir mýrarnar jafnt og annað land. Þetta er þó alveg órannsakað mál, eins og svo margt annað. Svo er aðeins eftir að minnast á eitt eftirtektarvert atriði. í öllum íslenzkum jarðvegi má finna meira og minna af öskulagi í mismunandi dýpt. Við að athuga kornstærðina á ýmsum stöðum í samkynja lögum, mætti sennilega fara nærri um gosstöðvarnar. Þekki maður stöðvarnar og viti aldur gosanna, má fara öfugu leiðina og telja ár þau, sem jarðvegurinn hefir verið að myndast. Það hefði töluverða vísindalega þýðingu. Á ferðalagi okkar tókum við nokkur sýnishorn úr efra líparít-öskulaginu, sem alþekkt er í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum, og nefnist barnamold. Gátum við fylgt lagi þessu upp á hálendið og Jökulsá eystri, suður Kjalveg og næstum niður að Gullfossi. Ákvarðanir okkar eru þó of fáar til þess, að vert sé að draga ályktanir af þeim. En þegar fleiri bætast við í hópinn, má vænta einhvers árangurs.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.