Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 75

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 75
NÁTTÚRUFR. 185 kvæmni er lögð í frásögnina hjá báðum höfundum, enda er ritið ekki einungis til fróðleiks fyrir þá, sem vilja ferðast um einhverjar fegurstu sveitir landsins í huganum, heldur einnig frábær leiðsögn fyrir hina, sem koma á staðina, sem lýst er. Sérstök áherzla er lögð á Mývatnssveitina, enda skiljanlegt þeim, sem þangað hafa komið, svo mikla fegurð, og svo merka staði, sem þar er að finna. Bókinni fylgir litprentað kort af Mývatni og umhverfi þess. 1 ritinu er fjöldi ágætra mynda, og allur frágangur er til fyrirmyndar, svo mjög ber hann af því, sem hér tíðkast með frágang á bókum. Þorvaldur Thoroddsen: Lýsing íslands. Annað bindi, 3. hefti. 2. útg. Rvk. 1934. Mörg af hinum sígildu ritum Þorvaldar Thor- oddsens hafa lengi verið uppseld, þar á meðal „Lýsing íslands“. Úr þessu hefir sjóður Þorvaldar Thoroddsens nú verið að bæta, með því að gefa út Lýsingu íslands. Nú er komið 3. hefti 2. bindis. í því er fyrst yfirlit yfir loftslag Islands, þar næst lýsing á jurta- gróðri landsins, og loks minnst á dýrin, sem á íslandi lifa. Út- gáfunefndin hefir valið þá leiðina, að gefa bókina út óbreytta, því fylgir sá kostur, að þessi útgáfa verður eins og hin, eins og hún var frá hendi höfundar, en sá galli er á gjöf Njarðar, að margt er úrelt. — Rit eftir Jónas Hallgrímsson. IV, 1. Reykjavík, 1934. Bókin er 302 bls. í stóru oktavo-broti, og vel til hennar vandað, eins og allra þeirra rita. Við útgáfuna hefir auðsjáanlega handriti höfund- ar verið fylgt vel, enda útgáfunni til sóma, jafnmikill afburðamaður og Jónas var á íslenzka tungu. Eg vil ekki gera tilraun til þess að tína til úr efni bókarinnar, lesarinn getur kynnt sér hana sjálfur, og mun ekki verða fyrir vonbrigðum. ísafoldarprentsmiðja á mikl- ar þakkir skilið fyrir að hafa ráðizt í þessa útgáfu, því dýr mun hún, vera, og engu er til hennar sparað. Þeir, sem kunna að meta beztu mennina, sem íslenzka þjóðin hefir alið, ættu ekki að gleyma Jónasi. Giinther Timmermann: Die Rotdrossel (Turdus musicus co- burni Sharpe) als Stadtvogel in Súdwest-Island. Journal fúr Or- nithologie, LXXXII, Heft 3, 1934. Höfundurinn er þýzki general- konsúllinn hér í Reykjavík, sem er fuglafræðingur. Ritgjörðin greinir frá því, hvernig íslenzki skógarþrösturinn hefir á síðari árum hænst að mannabústöðum hér í Reykjavík, en höf. skýrir einnig frá því, hvernig þrestir álfunnar hafi yfirleitt meira og meira sótt inn í borgirnar, og orpið þar. Á. F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.