Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 72

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 72
182 NÁTTÚRUFR. og fjórði hópurinn, og svo áfram, og spannst þannig eins og lopi úr fugla-flókanum í loftinu, þar til allar veiðibjöllurnar voru lagð- ar á stað í sömu áttina. En í kíkinum sá eg hvernig þær, sem á eftir voru, greikkuðu flugið, og virtist mér þær allar vera komnar í nokkuð þéttan hnapp, áður en þær hurfu sjónum mínum. Það, sem hér hafði skeð, var þetta: Þegar veiðibjöllurnar voru flognar upp, voru þær með öllu óráðnar í hvað gera skyldi, hvort þær ættu að setjast aftur, eða halda burt, og þá í hvaða átt. Hver veiðibjalla var aðeins staðráðin í því einu, að halda hópinn. í fyrra skiptið tókst engri veiðibjöllu, um langan tíma, að fá aðrar til þess að fylgja sér, þó hún legði af stað í einhverja átt, og sneri því við inn í hópinn aftur, þegar hún sá, að engin fylgdi henni. Eg hefi all oft rekið mig á það í náttúrufræðisritum, að sumir álíta, að það eigi sér stað hugsanaflutningur hjá félags- lyndum fuglum, sem allir breyta stefnu, og fljúga í sömu átt. En óþarfi virðist að grípa til slíkra skýringa, sem í sjálfu sér eru ólíklegar, þar sem hitt virðist næg skýring, að fuglar hermi bara hver eftir öðrum, eins og mér virðist bersýnilegt að hafi verið um veiðibjöllurnar. Ólafur Friðriksson. Bréfdúfur villast. Þó að bréfdúfur séu heimsfrægar fyrir ratvísi, þá getur þeim þó brugðist bogalistin, og er ekki ótítt, að hingað komi ein og ein, við og við, einkum í dimmviðri. Þannig skrifar Valdimar Snævarr, skólastjóri á Norðfirði, mér það, að einn af nemendum hans, sem var í sveit síðastliðið sumar, hafi tjáð sér, að villt bréfdúfa hafi kvöld eitt í blindþoku komið heim að bænum, og verið aðfram komin af þreytu. Dúfan náðist, og á fæti hennar var hringur með merkinu: T. H. U. TD 87. Dúfa þessi dvaldi á bænum nokkra daga, en þá var þokusúld og dimmviðri, en þegar létti og bjart varð í lofti, hélt hún leiðar sinnar. Eg hefi haft fregnir af annari dúfu, sem settist á eitthvert milliferðaskipanna síðastliðið vor. Líklegt er, að dúfur þessar hafi villzt frá brezkum herskipum, sem voru að flotaæfingum í Norður- sjónum, því eins og kunnugt er, eru bréfdúfur mikið notaðar til hernaðar. Á. F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.