Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 77

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 77
lsTÁTTÚRUFR. 187 Samtíningur. Rafmagnsljósið er eklci eins nýtt fyrirbrigði og margir skyldu halda. l>að eru nú liðin 123 ár síðan að það kom til sögunnar, því að árið 1811 "tókst Englendingnum Humphry Davy að skapa fyrsta rafmagnsljós heimsins. Hann bjó til eins konar bogalampa, sem var næsta ófullkominn í fyrstu, að notum fór hann ekki að koma fyrr en um miðja síðustu öld. Árið 1848 var fyrsta torgið í París lýst með bogalömpum. Bogalamparnir náðu talsverðri útbreiðslu, en sigurför rafmagnsljósanna byrjar þó fyrst fyrir alvöru, þegar Edison finnur upp „kolþráðarlampann" árið 1879. Um aldamótin síðustu kom peran með málmþræðinum til sögunnar, og útrýmdi kolaþráðarlampanum. ■— Pyrst voru notaðar lofttómar perur, en perur þær, sem við notum nú, eru fylltar með lofttegund, sem heitir argon. Á árunum 1880—1890 fengu flestar stórborgir heimsins rafmagnsljós, New York fyrst, árið 1882. Tyrkir fluttu kaffið til Evrópu. Fyrstu bollarnir voru drukknir í Tyrk- landi kringum 1630. Lengi þótti það ónauðsynlegur „lúxus“ að drekka kaffi, en loks tókst því að leggja undir sig álfuna, og hver vildi nú án þess vera? Kókó og' súkkulaði komu hingað til Evrópu með Spánverjum frá Amer- íku. Fyrstu sendingarnar komu til álfunnar kringum 1520, en Spánverjarnir héldu því leyndu, hvernig þeir framleiddu vörurnar. Fyrst í stað var kókó og súkkulaði svo dýrt, að ekki var á annara færi en efnamanna að leyfa sér að neyta þess, en þeim fannst það brátt ómissandi. Hinn mikli náttúrufræð- ingur, Linné, sem gaf svo mörgum plöntum og dýrum nöfn, nefndi kókó- plöntuna tetroma, en það þýðir guðsmatur. Á 19. öldinni var farið að fram- leiða kókó og súkkulaði í verksmiðjum, og þá fyrst varð það svo ódýrt, að flestir gátu leyft sér það. Einnig kartaflan er komin hingað frá Ameríku. Fyrst í stað var henni tekið frekar dauflega, enginn fékkst til þess að borða hana. En neyðin kenn- ir naktri konu að spinna, eins og þar stendur, þegar hallæri drápu á dyr hér í Evrópu, komu menn auga á ágæti kartöflunnar og fóru að rækta hana. Víða í löndum börðust prestarnir á stólnum fyrir kartöflurækt. Eftir gamalli sögusögn á munkur nokkur, að nafni Bertold Sehwarz, að hafa fundið upp púðrið. Hann átti að hafa verið að mylja brennistein, trékol og saltpétur, og þá sprakk allt í loft upp í höndunum á honum. Þessi saga er þó víst tilbúin, í raun og veru vita menn lítið um sögu púðursins og útbreiðslu þess í Evi'ópu, fyrr en á síðari öldum. En svo mikið er þó víst, að það kemur fram á sjónarsviðið hér í álfu um miðja fjórtándu öld, og síðan hefir það, eins og kunnugt er, haft mjög mikil áhrif á mannkynssöguna. Þegar talað er um kol í gömlum bókum, er ætíð átt við viðarkol. Að vísu eru steinkol þekkt frá gamalli tíð, en þau voru lítið notuð lengi fram eftir. Á 19. öldinni kom fyrst fyrir alvöru gangur í steinkolaframleiðsluna, enda kom þá járnbrautin til sögunnar. og þá var einnig farið að nota þau til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.