Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFR.
123
Nokkru seinna finnst gullhringur í mýri í sama héraði. Af
gerð hans er eigi hægt að ráða aldurinn. En við frjógreinum
lagið, er hann fannst í, og finnum þar sömu hlutföll milli trjá-
frjóa og í laginu, er öxin fannst í. Þá getum við dregið þá álykt-
un, að hringurinn muni nær jafngamall öxinni, eða frá lokum
fyrri hluta bronsealdarinnar.
Það hefir meira að segja tekizt að ákveða aldur muna, er
legið hafa áratugi á fornmenjasöfnum, því sjaldan hafa þeir
verið svo vel hreinsaðir, að eigi megi við nákvæma leit finna á
þeim einhver korn af jarðlagslagi því, er þeir hafa áður legið í,
og frjógreina þau.
Það eru og ýmsar aðrar jurtaleifar en frjóduftið, er þekkja
má í smásjánum og margt má af ráða, og svo eru kísilþör-
ungarnir. Það má meðal annars þekkja þær tegundir kísil-
þörunga, er lifa í söltu vatni, frá þeim, er lifa í ósöltu vatni, og
þar af fá vitneskju um, hvenær landið reis úr sjó. Við höfum t.
d. mýri, er liggur 37 metra yfir sjávarmáli. Á tveggja metra
dýpi í þessari mýri, eða 35 metra yfir sjávarmáli, byrja kísil-
þörungar, er lifa í sjó. Ef við nú vitum, hversu mikið landið
hækkar á öld, og það vitum við nokkurnveginn, þá vitum við um
leið, hversu langt er síðan mýrin reis úr sjó. Hækki landið um
hálfan meter á öld, eru um 7000 ár síðan þessi mýri reis úr sjó.
Ég þykist nú hafa fært nokkrar sannanir fyrir sögu þeirri,
er ég sagði í upphafi greinarinnar. „En“, munu ýmsir spyrja,
„hvers vegna fengum við ekki að heyra sögu íslenzku mýranna?“
Það er ekki mér að kenna, auðvitað vildi ég helzt hafa sagt ykk-
ur þá sögu, en ég kann hana eigi, og hana mun enginn kunna.
Enginn hefir enn hlustað á sögu íslenzku mýranna, og munu þær
þó hafa frá ýmsu fróðlegu að segja. Auðvitað eru sögur þeirra
æði ólíkar sögum sænsku mýranna. Þær kunna eigi að segja frá
furu og greni, eða suðlægari trjátegundum. Við fáum að öllum
líkindum ekkert að heyra um frumstæða steinaldarmenn eða
glæsibúna bronsealdar-höfðingja.
En trjátegundirnar okkar, björkin, fjalldrapinn og reynir-
inn eiga þar skráða sögu, er eigi mun ómerkilegri en hinna stór-
vaxnari trjátegunda. Einirinn, víðirinn og lyngið eru einnig með
á blaði. Ef til vill fáum við einnig að heyra harmsögu einhverra
jurta og jafnvel trjátegunda, er hér námu land á góðöldunum
eftir jökultimann, en dóu út aftur í harðærunum í bronsealdar-
lokin.