Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 61

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 61
NÁTTÚRUFR. 171 Norðvestan til á Síberíuströndum hittist hún einnig allt austur á Taimyrskaga a. m. k. Á þessum slóðum lendir henni saman við frænku sína, margæsina, og blandast henni og eru kynblendingar algengir, sem er erfitt að skilgreina. En yfirleitt er margæsin í yfirgnæfandi meiri hluta austan til í Norðuríshafslöndunum, en grænlandshrotan vestar. Hér á landi eru margæsir, eða hrotgæsir, sem er einna al- gengara nafn á þeim, algengir farand-farfuglar vor og haust. Verður þeirra vart svo að segja í öllum landshlutum, en lang al- gengastar eru þær á Suður. og Suðvesturlandi. Gerir almenning- ur, sem von er, engan mun þessara tveggja undirtegunda og gef- ur þeim báðum sameiginleg nöfn, t. d. prompur, helsingjar (par- tim) o. fl. Koma gæsirnar reglulega í stórhópum, oft svo hundr- uðum skiptir, bæði vor og haust, en þó eru komur þeirra einna reglubundnastar á haustin. Hafast þær við á vogum og víkum við sjávarsíðuna, þar sem er útfiri og marhálmsgróður í botni. Mar- gæsirnar eru, allra norrænna gæsa,1) hændastar að sjávargróðri, en sækja minna á land upp. Þær koma hingað oft all-snemma á vorin, ef vel vorar, um mánaðamótin marz—apríl og dvelja hér fram undir maílok eða lengur, ef illa árar. Á haustin koma þær að jafnaði um mánaðamótin ágúst—september, og eru þær hér oft fram um veturnætur. Þær fljúga meir með ströndum fram en þvert yfir landið, eins og sumar aðrar frænkur þeirra. Þó hefi ég hitt margæsir í stórhópum, um haust, langt inn á afréttum, ofarlega við Þjórsá. Margæsir fljúga sjaldan ,,oddaflug“. 10. tegund. Helsingi (B. leucopsis (Bechstein)). Samnefni: Anas leucopsis, Bechatein, Anser leucopsis (Bechstein), Bernicla leucopsis (Bechstein), Leucopareia leucopsis (Bechstein). (Á Norðurlandamálum: Bramgaas, Hvidkindet gaas, Vitkindad gás; ensku: Barnacle Goose; þýzku: Nonnengans.) Lýsing: Ennið, vangarnir og kverkarnar er hvítt, stundum með gulleitum blæ, en að öðru leyti er allt höfuðið svart og háls- inn niður á bringu að framan og á herðar að aftanverðu. Eru þar 1) Á suðurhveli jarðar eru til helsingjategundir nokkrar (Chloep- haga), í Suður-Ameríku, sem hegða sér að þessu leyti líkt og margæsir.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.