Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 23
NÁTTÚRUFR. 133 unnar hendi á 3 hliðar, að það hefir ekki þurft nema 2 tiltölu- lega stutta garða beggja vegna við eyjuna til þess að fá þar stórt og afgirt beitiland, þar sem hægt var að ganga að gripunum á vísum stað. Ennþá sjást leifar tveggja slíkra garða, ekki langt frá skógargirðingunni. Skógurinn hefir eflaust oft átt erfitt upp- dráttar, því að í Ási var stórt bú á fyrri öldum. Sagt er, að þar sjáist enn leifar af 40 kúa fjósi. Og ltolagrafir finnast um allt Byrgið, jafnvel þar, sem skóglaust er með öllu. Þegar grafið var fyrir nýju húsi við bæinn Byrgi, kom einnig mikið af járnstein- um frá gömlum rauðablæstri í ljós. Á síðari árum hefir gamli skógurinn verið að falla af elli, en beitin hefir lagst niður, svo nú er mesti urmull af nýgræðingi undir báðum gömlu skógunum. Hann er býsna þroskamikill og virðist mjög hraðvaxta í samanburði við vöxt birkisins á öðrum stöðum þar um slóðir. Ennfremur hefir hann breitt sig út um skóglausa móana, svo skógastorfurnar tvær eru að renna saman í eina samfellda spildu. Grjótskriðurnar undir vestri vegg Byrg- isins eru í óða önn að klæðast skógi og fikar hann sig æ lengra og lengra norður á bóginn. Allmargar og fallegar reyniviðarhrísl- ur eru á víð og dreif um skóginn, og gulvíðirinn þrífst ágætlega, þar sem nægur raki er í jörðu, en beitilyng er aðalplantan á mó- unum í norðanverðu Byrginu. Úr Ásbyrgi fórum við til Húsavíkur, og þaðan skemmstu leið að Vöglum í Fnjóskadal. Þaðan héldum við til Akureyrar og næsta dag, þann 3. ágúst, byrjaði svo heimferðin. Riðum við fram Eyja- fjörð og fórum að Hólum þann dag. Dagleiðin var ekki löng, enda höfðum við viðdvöl í gróðarstöðinni við Grund. Þaðan tókum við með okkur jarðveg og mældum nokkur tré. Um trjágróðurinn þar er það helzt að segja, að síberiskt lerkitré vex þar lang bezt allra tegunda. Hæsta lerkitréð var 3,6 m., en flest þeirra voru á milli 2 og 3,5 m. að hæð. Lerkitrén standa öll saman í einum hnapp, og eru þau vart meira en 30 að tölu. Standa þau á hæsta stað innar girðingar og sennilegt er, að þar sé lítið skjól fyrir vind- um, þótt stöðin sé að öðru leyti á frekar skýldum stað. En vegna þess, að þau hafa skýlt hvert öðru og hlíft hvert öðru, hafa þau þó náð þessum vexti á 30 árum. Að því er virtist, hafa snjó- þyngsli og frost bagað þeim allmikið og sveppur (Dasyscypha Willkommi), sem er talsvert hættulegur, er á flestum þeirra. Næst lerkitrjánum að vexti gekk fjallafuran. Þó er hæsti runn- inn ekki nema 1,5 m. á hæð, en hér er sama sagan og annars staðar, að furan hefir staðið mörg ár í stað, og það er fyrst nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.