Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 22
66 NÁTTÚRUFRÆDINGURINN iiimiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiimimimimmiiimiiiiiimiiiiimiiiiiimiiiimiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiifc 3. des. var skotin brandugla (A. flammeus flammeus) í fjall- inu fyrir ofan Jódísarstaði í Eyjafirði. 11. des. sá eg einn smiril (F. æsalon), en í haust sást einn hvítfálki í Súlunum við Akureyri. Fyrri partinn í sumar sá eg af og til hér tvo fullorðna storm- máfa (L. canus). Hettumáfar (L. ridibundus) eru hér allan veturinn. Síðan 29. okt., en það var rétt eftir norðangarðinn mikla, hefi eg séð gráþresti og starra. Gráþrestirnir eru í stórum hópum, sjálfsagt alls á annað hundrað fuglar, en starra hefi eg ekki séð fleiri en ca. 10—15 í hóp. Þessir fuglar halda til í trjágörðum hér í bænum. í haust og það sem af er vetri hefir sézt nokkuð af músa- bræðrum (T. troglodytes islandicus), og við lækjargil fram á Glerárdal sáust spor eftir keldusvín (R. aquaticus hibernans). Kr. Geirmundsson. Sjaldséður fugl á Skeiðum. Það bar til síðla sumars 1918, að faðir minn — sem þá bjú á Löngumýri á Skeiðum — sá stálpaðan fýlsunga í gömlu hrauni skammt frá bænum. Svo var hann spakur, að ekki hreyfði hnnn sig, þó að gengið væri að honum, og tók faðir minn hann og slátr- aði honum, án þess að hann gerði neina tilraun til þess að forða sér- Fýlsungi þessi hefir vafalaust villzt frá sjávarsíðunni á ein- hvern hátt. En eigi vissu menn til að fýll hefði sézt fyrr á þess- um slóðum, og síðan hefir það aldrei komið fyrir, svo að mér sé kunnugt um. Enda mun hann sjaldan flækjast svona langt frá sjávarsíðunni, þar sem hans eiginlegu heimkynni eru. Helgastöðum, 20. febrúar 1935. Eyþór Erlendsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.