Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 133
Mlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
gengi að þakka, náttúrufyrirbrigði, sem gerir lofthitann hér á
landi mörgum stigum hærri en hann ætti að vera samkvæmt
hinni norðlægu legu landsins. Þetta náttúrufyrirbrigði er Golf-
straumurinn. Eins og áður var landbrú á milli gamla og nýja
heimsins, á milli Evrópu og Ameríku, er nú þar sjóbrú, ef svo
mætti að orði komast, því að mikill þjóðvegur liggur nú á dögum
frá Ameríku til Evrópu. Þessi þjóðvegur liggur sæleiðis, hann er
Golfstraumurinn. Aðalrætur Golfstraumsins eru í sundinu á
milli Flórídaskagans og Bahamas, út um þetta sund streyma níu-
tíu þúsund milljónir smálestir af vatni á hverri klukkustund,
með þriggja sjómílna hraða á klukkustund. Aðalstraumurinn
leggur fyrst leið sína norður með ströndum Ameríku, en beygir
meira og meira austur á bóginn, eftir því, sem norðar .dregur.
Nokkur hluti hans kemst alla leið til íslands, og tekur hér land
við Eystra horn. Þaðan liggur straumur þessi sólarsinnis í kring
um landið, fyrst vestur með suðurströndinni, norður fyrir land,
og loks austur með norðurströndinni, nærri því í hring kring-
um landið. Allt það líf, sem skapast við suðurströndina á vor-
in, ber þessi mikli straumur á ósýnilegum vængjum vestur, norð-
ur og austur fyrir, og hér er skýringin á því, hvers vegna ungar
þeirra dýra, sem tímgast í hlýja sjónum, alast upp við kaldari
landshluta.
Á meðan að þorskeggið var að klekjast, var það algerlega
hreyfingarlaust. Því var allra hreyfinga varnað af sjálfsdáð-
um, og alveg sama máli gegndi um seiðið litla, sem snæddi
nestið sitt, lítið gat það hreyft sig úr stað, en þrátt fyrir það var
það þó ekki kyrrt, því að á meðan á þróuninni stóð, sveif það í
faðmi Golfstraumsins vestur á bóginn, ef til vill var það komið
vestur undir Snæfellsjökul, þegar nestið var þrotið. Með því
fylgdust ósköpin öll af öðrum þorskeggjum, sem á leiðinni urðu
að seiðum alveg eins og það, með því voru egg og seiði fjölda
margra annara fisktegunda, ýmsar krabbalirfur í milljónatali,
en allur þessi dýrafjöldi sveif í grænni breiðu smásærra þör-
unga, sem einnig höfðu komið í heiminn í hlýja sjónum, og bár-
ust eins og dýrin að fjarlægu, óþekktu marki. Þarna var fæðan
fyrir þorskseiðið, þegar nestið var þrotið, þarna var björg, sem
gnótt var til af allstaðar í kring, og enga mótstöðu gerði, frekar
en grasið, sem ærin beit á landi. Ef nóg var til af þessum þör-
ungum, voru engar líkur til þess, að seiðið dæi úr hungri. Þá
vegnaði því, og mörgum af systkinum þess vel, mörg þeirra