Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 133 Mlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll gengi að þakka, náttúrufyrirbrigði, sem gerir lofthitann hér á landi mörgum stigum hærri en hann ætti að vera samkvæmt hinni norðlægu legu landsins. Þetta náttúrufyrirbrigði er Golf- straumurinn. Eins og áður var landbrú á milli gamla og nýja heimsins, á milli Evrópu og Ameríku, er nú þar sjóbrú, ef svo mætti að orði komast, því að mikill þjóðvegur liggur nú á dögum frá Ameríku til Evrópu. Þessi þjóðvegur liggur sæleiðis, hann er Golfstraumurinn. Aðalrætur Golfstraumsins eru í sundinu á milli Flórídaskagans og Bahamas, út um þetta sund streyma níu- tíu þúsund milljónir smálestir af vatni á hverri klukkustund, með þriggja sjómílna hraða á klukkustund. Aðalstraumurinn leggur fyrst leið sína norður með ströndum Ameríku, en beygir meira og meira austur á bóginn, eftir því, sem norðar .dregur. Nokkur hluti hans kemst alla leið til íslands, og tekur hér land við Eystra horn. Þaðan liggur straumur þessi sólarsinnis í kring um landið, fyrst vestur með suðurströndinni, norður fyrir land, og loks austur með norðurströndinni, nærri því í hring kring- um landið. Allt það líf, sem skapast við suðurströndina á vor- in, ber þessi mikli straumur á ósýnilegum vængjum vestur, norð- ur og austur fyrir, og hér er skýringin á því, hvers vegna ungar þeirra dýra, sem tímgast í hlýja sjónum, alast upp við kaldari landshluta. Á meðan að þorskeggið var að klekjast, var það algerlega hreyfingarlaust. Því var allra hreyfinga varnað af sjálfsdáð- um, og alveg sama máli gegndi um seiðið litla, sem snæddi nestið sitt, lítið gat það hreyft sig úr stað, en þrátt fyrir það var það þó ekki kyrrt, því að á meðan á þróuninni stóð, sveif það í faðmi Golfstraumsins vestur á bóginn, ef til vill var það komið vestur undir Snæfellsjökul, þegar nestið var þrotið. Með því fylgdust ósköpin öll af öðrum þorskeggjum, sem á leiðinni urðu að seiðum alveg eins og það, með því voru egg og seiði fjölda margra annara fisktegunda, ýmsar krabbalirfur í milljónatali, en allur þessi dýrafjöldi sveif í grænni breiðu smásærra þör- unga, sem einnig höfðu komið í heiminn í hlýja sjónum, og bár- ust eins og dýrin að fjarlægu, óþekktu marki. Þarna var fæðan fyrir þorskseiðið, þegar nestið var þrotið, þarna var björg, sem gnótt var til af allstaðar í kring, og enga mótstöðu gerði, frekar en grasið, sem ærin beit á landi. Ef nóg var til af þessum þör- ungum, voru engar líkur til þess, að seiðið dæi úr hungri. Þá vegnaði því, og mörgum af systkinum þess vel, mörg þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.