Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 165
mimiiiiiimmiimimiiimiiniiiiiiimimmiiiiiiimiimmmmmiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimimiiiiMiiiMiiiiiiiiiu
gumpi er hann hvítur, undirstélþökur eru hvítar, á síðununt
skiftast á hvítar og rauðbrúnar þverrákir. Axlarfjaðrir og undir-
vængþökur dökkrauðbrúnar, að undanskildum þeim yztu, sem eru
hvítar. Lithimnan ljósbrún. Nef og fætur brún-holdlitaðir. Væng-
lengd 133—145 mm, á kvenfuglum stundum ekki nema 130—132
mm, neflengd 19—22.6 mm, ristarlengd 39—41 mm. Enginn veru-
legur munur á karl- og kvenfuglum, kvenfuglar þó oftast minnl
og ekki eins gráir á framanverðum hálsi neðan til. — K a r 1- o g
kvenfugl í vetrarbúningi: Á veturna er rákin yfir
Engjasvín.
auganu og höfuð á hliðum ryðrautt, framanverður háls og upp-
brjóst ljósryðbrúnt og vottar þá hvergi fyrir gráum lit á þessum
stöðum. Að ofan er fuglinn allur miklu brúnni og fjaðrajaðr-
arnir ryðlitaðri. Að öðru leyti eru vetrar- og sumarbúningur eins.
— Ungir fuglar eru eins á lit og gamlir fuglar í vetrar-
búningi, þó eru brúnsvörtu blettirnir á fuglinum ofanverðum
minni, yfirvængþökurnar dálítið ljósari og þverrákirnar á síð-
unum óreglulegri.
Engjasvínið heldur sig helzt í röku, eða jafnvel þurru, ræktuðu
graslendi með þroskamiklum gróðri, einkum þar sem mikið er af
blómum, t. d. sóleyjum o. fl., einnig oft í gróðurmiklum smára-
breiðum eða á kornökrum. Það gefur frá sér (karlfuglinn) mjög
sérkennilegt hljóð á vorin og um varptímann, sem bezt verður
táknað með „snarp arp“, og sem það oft lætur heyra tímunum.