Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 12
138 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiimimiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiimiiiiiimiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiioiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiii síðustu lífskröftum sínum til þess að synda frá landi, dýpra, dýpra, til þess að forðast svarta dauðann, en hann er kuldinn, sem boðar að veturinn sé að koma. Smátt og smátt kemst hann niður í dýpið, niður í fjarðarálinn, þar er hitinn jafnari, og breytist ekki eins mikið og við fjörusteinana eða við yfirborðið, kló hins kalda vetrar hefir ekki náð litla þorskinum að þessu sinni, fyrir henni er hann öruggur niðri í álnum. Illa gengur þó að afla sér fæðu, og þar við bætist að það er eins og deyfð og atorkuleysi liggi í blóðinu, lítið bætist við lengdina, það má þakka fyrir að geta dregið fram lífið, og beðið betri tíma. Og svo kemur vorið. Það fer að hlýja í sjóinn á ný, litli þorskur- inn laðast nú aftur upp úr álnum, og fer að leita nær landi. Það færist yfir hann nýtt fjör, vinur hans, frá því sumarið áð- ur, hitinn, er nú aftur að koma. Þega^ allt gengur sem bezt, og litli þorskurinn er orðinn eitthvað tíu eða ellefu sentimetrar á lengd, fara að koma smákvikindi, sem kalla sig þorska, upp í vörina, þau eru ekki nema fjórir eða fimm sentimetrar á lengd, og ágætur munnbiti fyrir litla þorskinn, ef hann nær í þau, en þau eru nokkuð snör í snúningum, og því erfitt að eiga við þau. Þetta er þá nýr árgangur, sem þarna er að koma, ekki hefir hann allur farið til Grænlands, og ekki virðist hann merkilegur. Litli þorskurinn vill sem minnst hafa saman við þessa smælingja að sælda, nema ef hann gæti náð í þá sér til matar, þetta eru aðeins seiði, en hann er sjálfur kominn á annað ár, og orðinn að þyrskling, en af því er hann að minnsta kosti eins hreykinn eins og piltur, sem er nýlega búinn að taka stúdentspróf. Nú líður og bíður, brátt fer sumarið að telja út, og kuldinn aftur að færast í aukana, og þá fer gamli sjúkdómurinn aftur að hrella þyrsklinginn. En nú hefir honum enn vaxið fiskur um Lrygg, nú er hann ekki upp á það kominn að láta bylgubrotið fleygja sér upp í fjöruna, eins og hann sér að þær gera seið- unum, og eins og nærri lét að yrði í fyrra, nú hefir hann vaðið fyrir neðan sig, og syndir út í dýpið, ennþá lengra frá landi og dýpra en veturinn á undan. Erfitt er fyrir hann að bjargast yfir veturinn, en nú stendur hann þó betur að vígi en hann hefir nokkurn tíma gert áður, því að nú hefir hann yngri bræður sína til þess að lifa á, og auk þess ýmislegt annað, sem hann ræður við, því að nú er hann orðinn stór, heilir tíu eða fimmtán sentimetrar á lengd. Með vorinu færir hann sig aftur grynnra, en ekki þó alveg upp að bryggjum, því upp úr því er hann vax-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.