Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 18
144 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
•lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
18. mynd. Sauðnaut (Ovibos moschatus). Ca. 2(4 m. á lengd.
nefnilega nauðalíkar í flestum aðalatriSum, og enginn vafi er
á því, aS þær eru náskyldar, en það er sönnun fyrir því, aS sam-
band hefir verið á milli Ameríku og Asíu á Nýju öldinni. Skyld-
ar sauSfénu eru geiturnar. Um útbreiSslu þeirra er þaS merkast
að segja, að þær eiga nærri því einungis heima austan hafs, en
ekki bæSi í nýja og gamla heiminum eins og sauSféð. Á hinn
bóginn er sauðnautið nú einungis til í Norður-Ameríku og í
Grænlandi, en áður hefir það einnig lifað í Norður-Evrópu, alla
leið fram á Ístíma.
Uxategundir þær, sem nú eiga heima á Norðursvæðinu, eru
fljótt taldar. Þar má fyrstan frægan telja vísundinn, hann er
einn af þeim mörgu, stóru dýrum, sem maðurinn með menningu
sinni hefir unnið hermdarverk á. Áður fyr lifði hann víðs veg-
ar um Evrópu, meðal annars í Mið-Evrópu, og alla leið norður í
Svíþjóð, en fyrir stríðið var högum hans svo komið, að hann
var hvergi til í álfunni nema í Kákasus, og í einum skógi í Lit-
hauen. í stríðinu lá nærri að hann yrði að fullu lagður að velli,
en sem betur fór, varðveittust nokkur dýr í skóginum, sem fyr
var nefndur, frá dauða, og þar lifa þau nú og afkomendur
þeirra, undir eftirliti, alfriðuð, sem síðustu minjar þessa glæsi-
lega dýrs, sem áður var algengt í gamla heiminum. Álíka sögu
má segja um ameríska vísundinn. Hann var um mikinn hluta
Ameríku í þéttum hjörðum, þegar hvítir menn komu þangað,
en var svo strádrepinn, og nú er orðið lítið um hann, en það, sem
eftir er, er friðað.
Enn eru ótaldar tvær uxategundir úr gamla heiminum. Önnur
þeirra er jakuxinn, sem lifir í Tíbet, en hinn er úruxinn, sem
lifði í Evrópu fram á sextándu öld, en er nú aldauða. Uxar og