Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 28
154 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN imimiiiimMiiiiiiiiiiimmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimiiiiiiiliiiimiiiiiiiiiiiimimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiii það í svo stórum stíl, að þrýstingurinn niðri í pípunni minnki nægilega mikið til þess að vatnið fari að sjóða og gosið komist af stað. Þó að margir hafi verið fylgjandi kenningu Bunsens, eru þeir þó til, sem ýmislegt hafa haft út á hana að setja. Það hefir til dæmis verið reynt að sýna fram á það, að hitinn í pípunni ykist í raun og veru ekki eftir því, sem liði frá gosi, eins og Bunsen fann. Trausti Einarsson fann þó, að hitinn smáhækkaði í Geysi, eftir því sem lengra dró frá gosi, og það sama fann Tuxen í öðrum minni hverum. Þýðingarmesta mótbáran, sem komið hefir fram á móti Buns- ens-kenningunni, er þó sú, sem Lang setti fram. Hann gerði þá athugasemd, að Bunsen hefði ekki tekið tillit til þess, að vatnið í pípunni væri á stöðugri hreyfingu upp og niður, þar sem heitara vatnið leitaði upp og kældist, og leitaði svo niður aftur. Taldi hann því, að þótt vatnið kæmist einhvers staðar í pípunni yfir suðumark, myndi það alls ekkert gos hafa í för með sér, heldur aðeins verða þess valdandi, að vatnið færi alls staðar að sjóða. 6. H. O. Langs-kenningin, 1880 verður bezt skilin, með því að athuga 3. mynd. Lang hugsar sér, eins og Machenzie og reyndar líka Bunsen, að aðal-orsökina sé að finna í sprungum og gjótum niðri í jörðinni, er standi í sambandi við neðanvert gosrörið. Við hugsum okkur að LA á myndinni sé gospípan, en ANG neðanjarð- arkerfi í sambandi við hana, og að hitinn komi frá G. Heita vatnið frá G streymir upp að N, kólnar á leiðinni og streymir svo aftur niður að G, um leið og það rýmir fyrir heitara vatni, sem nú kemur þaðan. Af þessu leiðir að hitinn í GN verður nokkuð jafn, og meiri en í AN, því þangað verður hitinn að leiðast smátt og smátt frá NG. Þegar vatnið við N er orðið svo heitt að það fer að sjóða, myndast þar gufa, sem þrýstir NA niður, og þar af leiðandi AL upp, svo að nokkuð af vatninu fer út úr skálinni við L, og minnk- ar þá þrýstingurinn á gufunni. Við hugsum okkur nú að gufan nái niður að A (3 md. 6) og þá er þrýstingurinn við 0 jafn þrýst- ingnum við A, eða einn loftþrýstingur að viðbættum þrýstingi vatnsstöpulsins AL. Myndast nú svolítið meiri vatnsgufa, pressar hún meira vatn upp úr skálinni við L, en þar með minnkar þrýst- ingurinn við A, og alveg að sama skapi við 0, af því að þrýsting- urinn á báðum þessum stöðum er eins, og nú fer allt vatnið OG að sjóða. Við það myndast gosið. 7. T. A. Jaggars-kenningin, 1898. Eins og margir fleiri, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.